spot_img
HomeFréttirUndir 18 ára drengir bensínlausir í fjórða gegn Austurríki

Undir 18 ára drengir bensínlausir í fjórða gegn Austurríki

Undir 18 ára drengjalið Íslands mátti þola trap fyrir Austurríki í dag á Evrópumótinu í Matosinhos.

Leikurinn var í nokkru jafnvægi í upphafi, en Austurríki nær þó að vera skrefinu á undan út fyrsta leikhluta, 18-22. Leikurinn er svo áfram jafn og spennandi út fyrri hálfleikinn og þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik er munurinn aðeins eitt stig Austurríki í vil, 42-43.

Austuríki nær áfram að vera á undan í upphafi seinni hálfleiks, hóta því í nokkur skipti að komast vel á undan, en íslenska liðið gerir vel að halda í við þá og er munurinn 5 stig fyrir lokaleikhlutann, 63-68. Segja má að botninn hafi svo dottið úr leik Íslands í fjórða leikhlutanum. Lengst af var Austurríki 5-10 stigum yfir, en að lokum vinna þeir leikinn með 10 stigum, 72-82.

Atkvæðamestir fyrir Ísland í leiknum voru Lars Erik Bragason með 10 stig, 7 fráköst, Tómas Valur Þrastarson með 13 stig, 6 fráköst, Friðrik Leó Curtis með 12 stig, 5 fráköst, Birkir Eyþórsson 12 stig, 6 fráköst og Brynjar Kári Gunnarsson með 10 stig og 4 stoðsendingar.

Næsti leikur Íslands á mótinu er á morgun sunnudag kl. 12:00 á hádegi gegn Noregi.

Tölfræði leiks

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -