Undir 16 ára drengjalið Íslands mun á morgun miðvikudag 8. ágúst hefja leik á Evrópumótinu í Skopje í Makedóníu. Fyrsti leikur Íslands á mótinu er kl. 14:00 á morgun gegn Svartfjallalandi, en ásamt þeim er Ísland í riðli með Hollandi, Luxembourg, Tékklandi og Kýpur. Mótið mun standa til 17. ágúst.
Líkt og með önnur mót FIBA verður lifandi tölfræði og beint vefstreymi frá öllum leikjum mótsins á heimasíðu keppninnar hér. Myndir og fréttir frá liðinu munu einnig koma á samfélagsmiðla KKÍ á meðan mótinu stendur.
Emil Barja þjálfari liðsins hafði þetta að segja:
“Góð stemning er í hópnum fyrir Evrópumótið. Eftir að hafa endað í öðru sæti á Norðurlandamótinu þá er markmiðið að enda í efstu tveimur sætum í riðlinum okkar og spila í 8 liða úrslitum. Við þekkjum lítið hin liðin sem eru með okkur í riðli en við erum tilbúnir í allar áskoranir.
Æfingar hafa gengið vel og hafa strákarnir lagt mikla vinnu í að bæta liðið og verða betri eftir NM.
Það eru þrjár breytingar á hópnum okkar. Daði Steinn þurfti því miður að stíga út úr þjálfarateyminu vegna persónulegra ástæðna en hans verður sárt saknað. Pétur Már er kominn inn í þjálfarateymið en hann hefur mikla reynslu úr Evrópukeppnum og hefur haldið u20 karlaliðinu uppi í A-deild síðustu tvö ár.
Tvær breytingar eru á leikmannahópnum en Viktor Máni Ólafsson kemur inn aftur eftir meiðsli og Logi Smárason kemur einnig inn. Þeir koma inn fyrir Bjarna Jóhann Halldórsson og Hannes Gunnlaugsson.”
U16 drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM
Jakob Kári Leifsson | Stjarnan |
Marinó Gregers Oddgeirsson | Stjarnan |
Patrik Joe Birmingham | Njarðvík |
Róbert Nói Óskarsson | Lake Highland Prep, USA |
Bóas Orri Unnarsson | 1939 Canarias, Spánn |
Leó Steinsen | BK Höken, Svíþjóð |
Sturla Böðvarsson | Snæfell |
Jón Árni Gylfason | Skallagrímur |
Pétur Harðarson | Stjarnan |
Jökull Ólafsson | Keflavík |
Viktor Máni Ólafsson | Stjarnan |
Logi Smárason | Laugdælir |
Þjálfari: Emil Barja
Aðstoðarþjálfari: Pétur Már Sigurðsson
Aðstoðarþjálfari: Gunnar Sverrisson