spot_img
HomeFréttirUndir 15 ára stúlkur unnu til bronsverðlauna í Finnlandi

Undir 15 ára stúlkur unnu til bronsverðlauna í Finnlandi

Undir 15 ára stúlknalið Íslands vann til bronsverðlauna á sterku opnu Norðurlandamóti í Kisakallio í morgun er liðið lagði Danmörku í úrslitaleik um þriðja sætið, 50-61. Í heild vann liðið því tvo leiki á mótinu og tapaði tveimur, en í fyrsta sæti var Þýskaland á meðan heimastúlkur í Finnlandi urðu í öðru sæti.

Leikur dagsins var nokkuð jafn í upphafi og var það Danmörk sem var með forystuna á fyrstu mínútunum. Undir lok fyrri hálfleiksins nær Ísland þó góðum tökum á leiknum og leiða allt til endans. Niðurstaðan að lokum nokkuð sterkur 11 stiga sigur Íslands, 50-61.

Aðalheiður María Davíðsdóttir var atkvæðamest í liði Íslands í dag með 15 stig og 4 stoðsendingar. Þá skilaði Ísey Ísis Guttormsdóttir-Frost 13 stigum, 3 fráköstum og Arna Rún Eyþórsdóttir 8 stigum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -