spot_img
HomeFréttirUndir 15 ára stúlkur í þriðja sæti eftir riðlakeppni í Kisakallio -...

Undir 15 ára stúlkur í þriðja sæti eftir riðlakeppni í Kisakallio – Leika um sæti á morgun

Undir 15 ára stúlknalið Íslands er í 3. sæti í dag á opnu Norðurlandamóti sem leikið var í Kisakallio í Finnlandi síðustu daga. Lokaleikur Íslands í riðlakeppni var þriggja stiga tap gegn Danmörku, 32-35, en liðið vann einn leik og tapaði tveimur í honum. Ísland mun á morgun kl. 07:30 mæta Dönum aftur í úrslitaleik um þriðja sæti mótsins.

Atkvæðamest fyrir Ísland í dag var Inga Lea Ingadóttir með 9 stig og 14 fráköst. Þá skiluðu Ísey Ísis Guttormsdóttir-Frost 6 stigum, 11 fráköstum og Aðalheiður María Davíðsdóttir 7 stigum og 9 fráköstum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -