spot_img
HomeFréttirUndir 15 ára lið Íslands lögðu Þýskaland í báðum leikjum dagsins í...

Undir 15 ára lið Íslands lögðu Þýskaland í báðum leikjum dagsins í Kisakallio

Undir 15 ára lið Íslands unnu bæði leiki sína gegn Þýskalandi á opnu Norðurlandamóti í Kisakallio í dag.

Undir 15 ára lið stúlkna vann sterkan fjögurra stiga sigur á Þýskalandi í morgun. Íslenska liðið leiddi nánast allan leikinn, en Þýskaland var aldrei langt undan. Í þriðja leikhluta nær Ísland aðeins að slíta sig frá og ná sinni mestu forystu í leiknum, 11 stigum, en Þýskaland kom til baka og var leikurinn nokkuð jafn undir lokin. Ísland náði þó að lokum að tryggja sér sigur, 46-50. Atkvæðamest fyrir Ísland í dag var Inga Lea Ingadóttir með 20 stig og 26 fráköst. Henni næst var Ísey Ísis Guttormsdóttir-Frost með 21 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Undir 15 ára lið drengja vann einnig flottan fjögurra stiga sigur gegn Þýskalandi í dag. Ólíkt leik stúlknanna var það Þýskaland sem leiddi lungann úr leiknum hjá strákunum. Þeir náðu þó ágætis tökum á leiknum í lok þriðja fjórðungs og náðu að halda því taki út leikinn og sigra 76-80. Í nokkuð jöfnu liði Íslands var Benóní Stefan Andrason atkvæðamestur með 16 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Þá skilaði Benóný Gunnar Óskarsson 15 stigum og 2 fráköstum.

Tölfræði leiks

Bæði lið Íslands eiga frídag á morgun, en mæta Danmörku í lokaleik mótsins á miðvikudag.

Fréttir
- Auglýsing -