Undir 15 ára drengjalið Íslands er í 3. sæti í dag á opnu Norðurlandamóti sem leikið er í Kisakallio í Finnlandi síðustu daga. Lokaleikur Íslands í riðlakeppni var níu stiga tap gegn Danmörku, 75-84, en liðið vann einn leik og tapaði tveimur á riðlinum. Ísland mun á morgun kl. 13:00 mæta Þýskalandi í leik um þriðja sæti mótsins.
Atkvæðamestur fyrir Ísland í dag var Steinar Rafn Rafnarsson með 32 stig og 12 fráköst. Honum næstur var Benóní Stefan Andrason með 16 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar.