spot_img
HomeFréttirUndir 15 ára drengir í fjórða sætinu í Kisakallio eftir kaflaskiptan leik...

Undir 15 ára drengir í fjórða sætinu í Kisakallio eftir kaflaskiptan leik gegn Þýskalandi

Undir 15 ára drengjalið Íslands hafnaði í fjórða sæti á sterku opnu Norðurlandamóti í Kisakallio eftir tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um bronsverðlaun. Í heild vann liðið því einn leik á mótinu og tapaði þremur, en í efsta sætinu var Danmörk og Finnland hafnaði í öðru sæti.

Þýskaland leiddi nánast allan leik dagsins, en Ísland var ekki langt undan. Segja má að Þýskaland hafi lagt grunninn að sigrinum í fyrri hálfleiknum, en eftir fyrsta leikhluta leiddu þeir með 8 og þegar í hálfleik var komið var munurinn 16 stig. Íslenska liðið var svo betri aðilinn í seinni hálfleiknum, en undir lokin ná þeir þó ekki að vinna muninn alveg niður og er niðurstaðan að lokum 8 stiga sigur Þýskalands, 61-69.

Benóní Stefan Andrason var atkvæðamestur í liði Íslands í dag með 20 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og 8 stolna bolta. Þá skiluðu Steinar Rafn Rafnarsson 10 stigum, 3 fráköstum og Benóný Gunnar Óskarsson 5 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -