spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaUndanúrslitin í 2. deildinni klár - KV og ÍA með sigra

Undanúrslitin í 2. deildinni klár – KV og ÍA með sigra

Úrslitakeppni 2. deildar karla er hafin þar sem undankeppni fyrir undanúrslitin fór fram um helgina með tveimur leikjum. Tvö efstu liðin í deildinni, Reynir S og Ármann sátu hjá í fyrstu umferð og mæta sigurvegurum helgarinnar í undanúrslitum deildarinnar.

Á Akranesi mættust ÍA og Stál-úlfur í fyrri leik helgarinnar á föstudag. Leikurinn var jafn allan leikinn og hefði getað fallið hvoru megin. Að lokum höfðu skagamenn betur 96-89 í hörkuleik og eru komnir áfram. ÍA mætir því liði Ármanns í undanúrslitum næsta föstudagskvöld.

Fyrr í dag fór fram seinni undnaúrslitaleikurinn í Kennaraháskólanum þar sem Leiknir R mætti KV. Leikurinn var einnig jafn og lítill munur á liðunum. KV var skrefi á undan í seinni hálfleik og þrátt fyrir góð áhlaup Leiknis til að stela sigrinum var það KV sem landaði 9 stiga sigri. KV mætir því liði Reynis S næsta föstudagskvöld í Sandgerði.

Undanúrslitin líta því eftirfarandi út:

Föstudagur 7. maí kl 19:00 – Reynir S – KV

Föstudagur 7. maí kl 20:00 – Ármann – ÍA

Úrslitaleikur deildarinnar fer svo fram helgina 14.-15. maí næstkomandi þar sem ljóst verður hvaða lið verður Íslandsmeistari í 2. deild. Það lið vinnur sér svo inn keppnisrétt í 1. deild karla á næstu leiktíð.

Mynd: Jónas H. Ottóson (Kkd. ÍA)

Fréttir
- Auglýsing -