spot_img
HomeFréttirUndanúrslit Powerade bikarsins í Laugardalshöll í kvöld

Undanúrslit Powerade bikarsins í Laugardalshöll í kvöld

16:17 

{mosimage}

Fjögurra liða úrslit í karlaflokki fara fram í Laugardalshöll í kvöld í Powerade bikarkeppninni. Í fyrri leik kvöldsins mætast Keflavík og Skallagrímur kl. 19 en í síðari viðureigninni mætast Njarðvík og KR.

 

Liðin mættust í undanúrslitum Íslandsmótsins í fyrra svo Keflavík og KR eiga nú sitt fyrsta tækifæri til þess að ná sér niðri á Njarðvík og Skallagrím.

 

Keflavík, Skallagrímur og KR eru nokkuð breytt frá síðustu leiktíð en Njarðvíkingar halda sama leikmannahóp og eru að bæta við sig leikmanni, Igor Beljanski, eins og áður hefur komið fram hér á Karfan.is í dag. Hjá Keflavík hefur AJ Moye farið frá félaginu til þýska liðsins Tuebingen, risinn góðkunni George Byrd verður ekki með Skallagrím og Melvin Scott mun ekki vera bakvörður hjá KR í vetur en hann þótti fremur slappur þrátt fyrir ágætis takta með KR b í bikarkeppninni í fyrra.

 

Körfuknattleiksfólk sem og aðrir eru hvattir til þess að fjölmenna í Laugardalshöll í kvöld en miðaverð á báða leikina er kr. 800. Þeir sem versla sér miða á fyrri leikinn verða ekki rukkaðir um aðgangseyri á þann seinni. Frítt verður á völlinn fyrir krakka 16 ára og yngri.

Fréttir
- Auglýsing -