spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaUmfjöllun & viðtöl: Valur með sinn fyrsta sigur í spennutrylli

Umfjöllun & viðtöl: Valur með sinn fyrsta sigur í spennutrylli

Í kvöld áttust við tvö lið sem höfðu tapað báðum sínum leikjum hingað til þegar Álftanes tók á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Val. Nokkuð óvænt og því mátti búast við hörkuleik því nokkuð ljóst að hvorug þessara liða vill tapa þriðja leiknum í röð.  Þessi leikur bauð upp á mikla skemmtun, Áltanes betri aðilinn allan leikinn, en missa hann klaufalega í framlengingu. Þar sýndu Valsmenn seiglu og sigldu þessu leik heim 100-103

Það er óhætt að segja að það hafi allir verið tilbúnir hjá Álftanes, keyrðu yfir Valsmenn sem áttu engin svör. Okeke skoraði nánast að vild á meðan sem fyrr  gekk Valsmönnum erfiðlega að koma knettinum ofan í körfuna. Eftir leikhlé hjá Valsmönnum, þá náðu þeir aðeins að stoppa í götin og náðu nokkrum stoppum og fóru að saxa á 10 stiga forskot heimamanna. Leikhlutinn endaði síðan á Krinstinn Pálsson kom Valsmönnum yfir með tveimur vítaskotum í blálokin, staðan 19-20.

Valsmenn hófu síðan annan leikhluta það vel að Álftanes neyddist til að taka leikhlé þeger innan við mínuta var liðinn og Valsmenn búnir að skora 5 á móti engu.  Eftir leikhléið voru Álftanes mættir.  Liðin skiptust á að skora og ekki skora.  Meðbyrin var samt Álftnesinga og hægt og rólega tóku þeir forystuna, sóknarleikur Vals virtist aðallega snúast um að hoðast í gegnum vörnina. Álftanes leiddi með þremur stigum í hálfleik, 40-37.

Seinni hálfleikur hófst eins og annar leikhluti, Valsmenn skoruðu fyrstu stigin og komust yfir.  Heimamenn misstu boltann mjög klaufalega tvær sóknir í röð með kæruleysislegum sendingum.  En fljótlega fór þetta í sama farið, Valsmenn fóru ílla af ráði sínu í sinum sóknum og Álftanes náði þægilegri forystu eða þrettán stigum þegar Valsmenn tóku leikhlé. Ekki náðu Valsmenn að minnka muninn fyrir loka þessa leikhluta að neinu ráði, Álftanes fór í fjórða leikhlutann með 11 stiga mun, 67-56

Fjórði leikhluti var síðan þrælfjörugur, Valsmenn ætluðu svo sannarlega að ekki gefa Álftanes sigurinn, reyndu eins og þeir gátu saxa á forskotið. Okeke fékk sína fjórð’u villu eftir sóknarbrot og við það varð sóknaleikur heimamanna ekki eins beinskeyttur.  Valsmenn gengu á lagið og þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn kominn í fimm stig.  Spennan varð áþreifanleg þegar 45 sekúndur eftir og Álftanes með tveggja stiga forystu.  Álftanes var þremu stigum yfir þegar innan við 10 sekúndur voru eftir þegar þeir missa boltann, Badmus veður upp og tekur þrigga stiga skot og beint ofan í. Framlenging, ótrúlegar senur, 88-88.

Valsmenn byrjuðu með undirtökin í framlengingunni án þess að ná neinu forskoti. Reynsla þeirra að leika í svona spennuleikjum var sjáanleg og Booker kom Valsmönnum í fimm stiga forystu þegar 40 sekúndur voru eftir. Jones minnkar muninn og allt á suðupunkti. Þá nær Booker aftur að skora og fær villu dæma að auki, sem hann reyndar klikkaði á. Hörður setti niður þrist munurinn aðeins tvö stig. Það fór svo að Valsmenn náðu í sinn fyrsta sigur 100-103.

David Okeke átti prýðisleik fyrir heimamenn með 29 stig , Klonaras var síðan drjúgur, fer ekki mikið fyrir honum en hann skilaði 21 stigum og 15 fráköstum. Dúi og Hörður áttu einnig góðan leik.  Hjá gestunum átti Badmus stórkostlegan leik og virtist geta komist framhjá varnarmönnunum þegar hann vildi, hann var með 35 stig og 8 fráköst. Kristinn kom næstur með 26.

Stuðningsmannasveit Álftanes fær síðan stórt hrós fyrir frábæra stemmingu.

Álftanes heimsækir KR eftir viku, eða 24. okt á meðan Valsmenn fá Keflavík í heimsókn á sama tíma.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -