spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaUmfjöllun & viðtöl: Þór lagði Hauka með minnsta mun mögulegum

Umfjöllun & viðtöl: Þór lagði Hauka með minnsta mun mögulegum

Þór lagði Hauka með einu stigi 82 -81 og náðu í sinn fjórða sigur í fimm leikjum. Þeir eru því komnir í fjórða sæti Bónusdeildarinnar. Haukar töpuðu sínum fimmta leik og sitja sem fastast á botninum

Fyrir leik

Þór sem hefur unnið 3 af 4 leikjum sínum í Bónusdeildinni tóku á móti Haukum sem eru án sigurs í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar og eru að margra mati slakasta lið deildarinnar.

Byrjunarlið

Þór: Marcus, Morten, Ragnar, Ólafur, Jordan

Haukar: Birkir, Everage, Steeve, Tyson, Ágúst Goði.

Gangur leiks

Leikurinn er nokkuð jafn framan af fyrsta en svo síga Þórsarar framúr og eru komnir í 20-11 þegar Maté tekur leikhlé. Haukar fá enginn stopp í vörninni og enga dóma með sér heldur. Leikhlutinn endar 33-23

Í öðrum leikhluta er meira jafnræði með liðunum Þór hefur verið að eiga slæma kafla í sínum leikjum og Haukar saxa hægt og rólega á forskotið og þegar flautað er til hálfleiks hafa þeir jafnað leikinn í 48-48.

Hálfleiksræðan verður fróleg hjá báðum liðum vörn beggja liða míglekur. Og enn mikill haustbragur á þessu. Liðin haldast að í þriðja leikhluta. Mikið af mistökum í vörn og sókn hjá báðum liðum. Haukar eru alltaf að elta en ná ekki að komast yfir. Þór er sex stigum yfir þegar við förum í þann fjórða staðan 66-60.

Haukar taka 5-0 run á fyrstu þremur mínútunum og fá tækifæri til að komast yfir þegar Marcus setur þrist og eykur muninn aftur fyrir Þór sem ná alltaf að halda þeim fyrir aftan sig.Þetta stefnir samt í spennuleik undir lokinn og Haukar nálgast Þór en þá setur Jordan fjögur stig. Hann er hjartað og sálin í þessu Þórsliði. Ekki bætir á þegar Steeve sem er búin að vera á fjórum villum lungan af leiknum fær sína fimmtu villu. Fjórði sigur Þórs staðreynd, 82-81, sem fara uppí annað til þriðja sætið. En hins vegar fimmta tap Hauka sem halda eyðimerkurgöngunni áfram en sýndu samt batamerki, en sitja á botni deildarinnar.

Atkvæðamestir

Þór: Maður leiksins  J.Sample 20 stig 13 frk 4 stoð og 29 framlag

Haukar: Everage 21 stig 6 frk og 9 stoðsendingar og 28 framlagspunkta.

Eftir leik

Haukar sýndu batamerki á sínum leik. Maté setur traust á unga leikmenn eins og Ágúst sem sýndi að hann getur spilað á þessu stigi. Þeir þurfa að sinna sínum hlutverkum í leikjum því þetta snýst bara um að ná í sigra sem liðsheild.

Lárus er á sínu róli með liðið eins og hann hefur sýnt oft áður er hann að móta liðið eftir sinni hugmyndafræði sem reynir oft á þolinmæði þeirra sem eru að horfa á. En enginn vanmetur Lárus sem er yfirleitt búin að móta sitt lið uppúr 5. janúar á ári hverju.

Góður sigur þó hefði hann örugglega viljað sjá menn gera meira af því sem hann er að drilla á æfingum því þeir voru oft klaufalegir í sínum aðgerðum en gott að hafa J Sample og svo kom Morten með gott framlag líka.

Hvað svo?

Haukar fá Álftanes heima og Þór fer í Smárann til móts við Grindavík.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -