spot_img
HomeBikarkeppniUmfjöllun: Valur VÍS bikarmeistarar 2025

Umfjöllun: Valur VÍS bikarmeistarar 2025

Það var sannkallaður Reykjavíkurslagur í bikarúrslitaleik karla í dag. KR- Valur, erkifjendur og mikil saga á bak við bæði lið. Valsmenn hafa farið himinskautum í deildinni  eftir áramót á meðan KR er í harðri baráttu að komast í úrslitakeppnina. En það er öllum ljóst að staðan í deildinni skiptir engu máli þegar komið er í úrslitaleik. Til að komast í úrslitaleikinn þá byrjuðu KR að sitja hjá, síðan unnu þeir Hött, Njarðvík og Stjörnuna í hörkuleik. Valsmenn hinsvegar byrjuðu á því að vinna ÍR, síðan Grindavík, þá Sindra og loks slátruðu þeir Keflavík. Leikurinn var hin fínasta skemmtun en aldrei spennandi, Valsmenn settu örugglega einhver með í heppnuðum þriggja stiga skotum. En sanngjarn og verðskuldaður sigur Valsmanna 78-96.

Stemming og umjgörð var eins og best er á kosið og allar forsendur fyrir frábærum leik. 40 mínútur fyrir leik var 200 metra röð fyrir utan Smárann, setið í hverju sæti.

Fyrstu sókni beggja liða runnu út í sandinn, svona einsog við mátti búast í mikilvægum leik. En KR setti niður fyrstu körfuna og Badmus svaraði með fimm stigum í röð.  Hittni KR-inga fyrstu mínúturnar voru ekki glæsilegar, Valur spilaði sína alþekktu vörn og KR réðu ílla við þær. Þegar leikhlutinn var hálfnaður neyddist Jakob að taka leikhlé, í stöðunni 4-12. Við það jafnaðist leikurinn og Valur leiddi 15-22.  

Valsmönnum var fyrirmunað að skora í öðrum leikhluta, fyrsta karfan kom eftir tæpar þrjár mínútur. KR ingar náðu ekki alveg að ganga á lagið, en minnkuðu þó muninn eitthvað. Valsmenn hristu slenið af sér og náðu aftur fyrri forystu og rúmlega það. Aftur neyddist Jakob að taka leikhlé, KR komið 12 stigum undir. Leikhléið gerði engin kraftaverk, Valsmenn lokuðu vörninni og skoruðu nánast að vild. Kári tók síðan eina svakalega þriggja stiga í blálokin, svona til að kóróna hálfleikinn, Valsmenn skoruðu úr 8 þristum en KR bara einum og Valur fór með 20 stiga forskot í leikhléi, 29-49.

KR ingar komu nokkuð vel stemmdir í seinni hálfleikinn, enda gátu þeir ekkiætlast til að ná árangri á því að spila eins og þeir gerðu í fyrri hálfleik. Þeir voru miklu áræðnari í vörninni og það skilaði þeim 9-2 byrjun og Finnur tók leikhlé. Valsmenn héldu áfram að negla niður þriggja stiga skotin, en KR voru duglegir að svara fyrir sig. Mikill hraði var í leiknum sem oftast endaði með körfu. Valur leiddi eftir 3 leikhluta 53-70.

17 stig á móti liði eins og Val er erfitt fyrir öll lið að brúa. KR-ingar voru samt ekkert á þeim buxunum að gefast upp. Þeir vissulega reyndu hvað þeir gátu, en Valsvörnin var íllviðráðanleg og svo héldu þristunum áfram að rigna. KR þurfti auðvitað að taka fljótar sóknir sem enduðu ekki alltaf vel. Meðan gekk flest allt upp hjá Valsmönnum og að lokum tóku þeir sannfærandi sigur 78-96. 

TIL HAMINGJU VALUR!

Hjá KR var Linards lang atkvæðamestur með 25 stig og 10 fráköst , Tóti kom svo með 14 stig og 10 fráköst.  Hjá Valsmönnum voru vel flestir með flotta frammistöðu, Badmus gerði 27 stig og 11 fráköst. Booker kom með geysisterka innkomu af bekknum og setti 20 stig

Síðasta umferð Bónusdeildarinnar fer síðan fram fimmtudaginn 27. mars, er KR-ingar koma aftur í Smárann til að mæta Grindvíkingum og Valsmenn fara á Krókinn og mæta þar Tindastól.

Myndir / Jón Gautur Hannesson

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fleiri viðtöl væntanleg

Fréttir
- Auglýsing -