Stjarnan tók á móti Val í kvöld í mikilvægum leik fyrir bæði lið, fyrir leikinn sat Stjarnan í 4. sæti í deildinni en Valur í því fimmta. Var því að búast við hörku leik.
Valur byrjaði leikinn mjög sterkt og hélt Stjörnunni í þægilegri fjarlægð frá sér mest allan leikinn, það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta að Valur gaf aðeins í og kláraði leikinn með 11 stiga sigri. Benda skal á að Stjarnan lék án tveggja lykil leikmanna en bæði Auður Íris og Florencia eru frá vegna meiðsla.
Í kvöld var Valur ávallt hálfu skrefi á undan Stjörnunni, þær spiluðu vel saman, sýndu frábæran liðsbolta enda skoruðu allir leikmenn Vals sem spiluðu í kvöld. Það var mikil samheildni í liðinu og voru þær mættar til þess að landa þessum sigri saman. Stjarnan átti á köflum í erfiðleikum að finna sig á vellinum, ekki er hægt að segja að þær hafi verið hikandi en oft á tíðum spiluðu þær sókn í góðar 20 sekúndur í senn.
Stjarnan spilaði hins vegar hörku vörn, þær voru að berjast við sterkt Vals allan leikinn og það er enginn dans á rósum. Leikurinn var samt verulega spennandi fram í loka leikhlutann en þá virtist Stjarnan vera búin með orkuskammt kvöldsins, enda spiluðu þær eingöngu á sjö leikmönnum.
Valskonur gerðu það sem þurfti til þess að klára þennan leik sannfærandi, mætti segja að Valur sé að finna taktinn sinn og verður spennandi að fylgjast með þessu liði þroskast í seinni hluta tímabilsins. Valur skilaði sínu einfaldlega betur en Stjarnan, þær voru að hitta betur, taka fleiri fráköst og senda fleiri stoðsendingar.
Stjarnan var ekki langt á eftir þeim, en greinilegt að þeim vantaði leikmann eða tvo til þess að klára leiki eins og þennan. Helena var hreint út sagt frábær fyrir Val, en hún skilaði góðri þrennu með 24 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Augljóst er að Vals liði er gífurlega sterkt og vinnur vel saman, er þar af leiðandi ekki hægt að finna einn leikmann sem er yfirburðar.
Valsvörninn verður því heiðruð titlinum að hetju leiksins en það var einmitt varnarleikur Vals sem að sló út um leikinn í fjórða leikhlutanum. Bæði lið Stjörnunnar og Vals eru gífurlega sterk með frábæra liðheild og er því öruggt að segja að næstu leikir þessara liða verða spennandi frá fyrstu mínútu.
Með sigri Vals í kvöld jöfnuðu þær liðs Stjörnunnar í stigum og sitja bæði lið í 4.-5. sæti. Deildin er með öðrum orðum rosalega jöfn og verður baráttan um úrslitakeppnina líklegast ekki ráðin fyrr en í síðasta deildarleik tímabilsins.
Umfjöllun: Regína Ösp Guðmundsdóttir