spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: UMFG sótti sigur á Jakanum

Umfjöllun: UMFG sótti sigur á Jakanum

 
 
Leikurinn KFÍ og Grindavíkur í gærkvöld markaði upphaf Lengjubikarsins, sem hefur breyst töluvert frá fyrri árum. Nú er keppt í riðlum og fyrsti leikurinn var á Ísafirði í þessum riðli og gestirnir komu úr Grindavík. Þar með lá fyrir viðureign þeirra tveggja liða sem sumir hafa viljað spá góðu gengi í vetur, en það er bara einn munur á og það er annars vegar IEX deildin hjá Grindavík og 1. deildin sem bíður heimamanna þetta árið.
Samt spennandi leikur og fjölmargir gestir lögðu leið sína í Jakann að styðja sitt lið og vonuðust auðvitað eftir spennandi leik. Hann varð aðeins spennandi um miðbik annars leikhluta, þegar Ari Gylfason setti niður nett sniðskot með sínum hætti og kom stöðunni í 28:36. Rétt er að geta þess að Ari Gylfason var, að öðrum ólöstuðum maður leiksins á báðum endum vallarins í gær.
 
Vindum okkur aftur að gangi leiks, nær komust heimamenn aldrei og hefði líklega þurft nokkra sögulega afleiki leikmanna UMFG til þess að þeir ættu einhvern möguleika að glopra niður þessum sigri. Enda kom það á daginn að þeir fóru með sanngjarnan sigur af hólmi 75 – 100.
 
Fréttaritari ætlar að venda kvæði sínu í kross við svo búið enda eftir um 1500 km akstur um helgina, 7 körfuknattleiksleiki í 3 landshlutum á tæplega 60 klst., var blekið orðið svolítið þurrt í pennanum. Meira næst. Vísa samt í ágæta og skemmtilega umfjöllun um leikinn á http://www.kfi.is
 
Grindavík: Giordan Watson 18/6 stoðsendingar, Jóhann Á. Ólafsson 13/4 fráköst, Sigurður G. Þorsteinsson 13/2 fráköst, Björn S. Brynjólfsson 11, Páll A. Vilbergsson 11/5 fráköst, J´Nathan Bullock 11/8 fráköst og 5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 10/7 fráköst, Ómar Ö. Sævarsson 9/7 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 4.
 
 
KFÍ: Ari Gylfason 29/5 fráköst, Chris Miller-Williams 12/7 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 11/5 fráköst, Sigurður Hafþórsson 10/2 stolnir, Craig Schoen 7/8 fráköst og 5 stoðsendingar, Jón Hrafn Baldvinsson 4/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 2.
 
Dómarar: Georg Andersen, Aðalsteinn Hrafnkelsson
 
 
Mynd og umfjöllun/ Helgi Kr. Sigmundsson
Fréttir
- Auglýsing -