Í kvöld áttust Skallagrímur og Stjarnan við í 14. umferð Dominos deildar karla.
Fyrsti leikhluti byrjaði með frábærri vörn Skallagríms og vel smurðri sókn. Skallagrímur náði strax góðu forskoti og voru Stjörnumenn að spila slakan köfubolta. Staðan eftir leikhlutann 31-17 Skallagrím í vil.
Í öðrum leikhluta hélt Skallagrímur að spila frábærlega og náðu að komast í 20 stiga forskot. Stjörnumenn voru óagaðir í vörn og það var pirringur í liðinu. Stuðningsmenn Skallagríms voru að láta í sér heyra og náði stuðningurinn til leikmanna. Staðan í hálfleik 56-36 fyrir Skallagrím.
Í þriðja leikhluta fóru Stjörnumenn að spila aðeins agaðri bolta og náðu aðeins að minnka muninn. Skallagrímur voru samt ekkert á því að gefa Stjörnunni tækifæri á að jafna og héldu ágætri forystu. Staðan eftir leikhlutann 71-63 fyrir Skallagrím.
Í fjórða leikhluta hrundi leikur Skallagríms og óðu Stjörnumenn á vaðið. Stjarnan var að finna mikið af þriggja stiga skotum og voru að hitta vel úr þeim. Á meðan var Skallagrímur að spila virkilega vonda sókn og lítið var um körfur hjá þeim. Stjarnan ná að jafna leikinn og komast síðan yfir og silgdu sigrinum í land, lokatölur 80-94 fyrir Stjörnunni.
Besti leikmaður vallarins var Bandaríkjamaðurinn Brandon Rozzell sem var með 28 stig, 3 fráköst og 7 stoðsendingar. Besti leikmaður Skallagríms var Aundre Jackson sem var með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar.
Frábær fjórði leikhluti hjá Stjörnumönnum sem þeir unnu 9-31 og skóp sigurinn.
Skallagrímsmenn geta verið pirraðir útí spilamennskuna í fjórða leikhluta og að tapa leiknum sem þeir voru með í höndunum framan af leik.