spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Þórsarar kláruðu þetta í seinni hálfleik

Umfjöllun: Þórsarar kláruðu þetta í seinni hálfleik

ÍR-ingar kíktu í heimsókn til Þorlákshafnar í sínum fyrsta leik Dominosdeildarinnar 2014-2015. Þór og ÍR eru lið sem munu berjast um sæti í úrslitakeppninni nk. vor og því skipta leikir milli þessara liða alltaf miklu máli.
 
Í upphafi var eins og það væri það sem bæði lið hefðu fyrir sjónum. Skilyrði að vinna þennan leik. 
 
ÍR-ingar notuðu teiginn vel í fyrsta fjórðunugi og skoruðu einhver 18 stig þar á fyrstu 10 mínútum leiksins. Nýttu vel skot inna þriggja stiga línunnar eða settu niður 10/18 skotum. Frákastabaráttan var einnig ÍR-inganna í upphafi eða 6-12. ÍR-ingar náðu 6 stiga forystu í fyrsta fjórðungi sem endaði 21-27 fyrir gestunum.
 
Í öðrum fjórðungi fór gersamlega ekkert niður fyrir gestina. hittu 45,5% fyrir innan línuna og 12,5% fyrir utan. Skoruðu alls 0,62 stig per sókn og nýttu 28,7% sókna til að skora. Þórsarar nýttu sér hrakfarir ÍR-inga til að jafna leikinn og enduðu með að minnka muninn í 1 stig fyrir hálfleik, 39-40.
 
Seinni hálfleikur hefur sjaldan verið vinur ÍR-inga og leikurinn í gær var engin undantekning. Þrátt fyrir fína spilamennsku ÍR-inga gerðu Þórsarar bara töluvert betur. Skotnýting Þórsara var 59,4% í seinni hálfleik eða 66,1% eFG%. Sóknarnýting framúrskarandi eða 63,6% og 1,37 stig skoruð að meðaltali í hverri sókn. 
 
ÍR-ingar höfðu engin svör og því fór sem fór. Þórsarar vörðu heimavöll sinn og ÍR-ingar uppskáru sitt fyrsta tap í sínum fyrsta leik deildarinnar.
 
Tómas Heiðar leiddi sína menn í Þór með 26 stig og 5 fráköst. Á eftir honum kom Vincent Sanford með 19 stig og 9 fráköst. Nemanja Sovic var seigur að venju gegn sínu gamla liði með 17 stig, 5 fráköst og 8/12 í skotum. 
 
Hjá ÍR var Matthías Orri Sigurðarson frábær með 24 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Sveinbjörn Claessen kom þar á eftir með 19 stig og 5 fráköst. Vilhjálmur Theodór bætti við 13 stigum og 7 fráköstum. Chris Gradnigo gerði lítið til að hjálpa sínu liði en setti þó 10 stig en tapaði 6 boltum.
 
Mynd: Davíð Þór
Fréttir
- Auglýsing -