spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Þór vann sögulegan sigur á KR í kvöld

Umfjöllun: Þór vann sögulegan sigur á KR í kvöld

Þór Þorlákshöfn tók á móti Íslands- og bikarmeisturum KR í Icelandic Glacial höllinni í kvöld. Leikurinn byrjaði rólega og voru bæði lið að spila góða vörn en gera mikið af mistökum sóknarlega. KR-ingar byrjuðu þó örlítið betur. Liðin virkuðu frekar stressuð í sínum aðgerðum og hittu mjög illa. Staðan eftir 1. leikhluta var 14-18 KR í vil.
Mikil barátta var í 2. leikhluta. Munurinn á milli liðanna hélst svipaður nánast allan leikhlutann. Þórsarar náðu þó að minnka muninn undir lokin og staðan í hálfleik var 33-35.
 
Í byrjun seinni hálfleiks náðu Þórsarar að jafn og komast yfir. Liðin skiptust á körfum en í stöðunni 44-43 hrukku þórsarar í gang og skoruðu 10 stig í röð og staðan orðin 54-43. KR náði svo að skora tvo stig áður en leikhlutinn var allur. Staðan því 54-45 fyrir loka leikhlutann.
 
Mikil eftirvænting ríkti í húsinu eftir 4. og síðasta leikhlutanum. Bæði lið spiluðu hörku vörn en gerðu mörg mistök sóknarlega. Menn voru að henda boltanum útaf og láta dæma á sig 5 sekúndur. Lítið af skotum rötuðu rétta leið. Þórsarar voru þó alltaf á undan og kláruðu þetta með miklum sóma. Mikil fagnaðarlæti brutust út í leikslok þar sem að þetta er í fyrsta sinn sem að Þór vinnur KR í meistaraflokksleik.
 
Lokastaðan 72 – 60. Þór var að spila frábæra vörn og ekki á hverjum degi sem KR er haldið í 60 stigum.
 
Gríðarleg stemning var í húsinu og fór Græni drekinn á kostum í stúkunni.
 
Mike Ringgold átti fínan leik í liði þórs með 21 stig og 12 fráköst. Hjá KR var Horton stigahæstur með 24 stig og 6 fráköst.
 
 
Umfjöllun: HH
 
  
Fréttir
- Auglýsing -