spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Thomas fór á kostum

Umfjöllun: Thomas fór á kostum

10:50

{mosimage}
(Adam Darboe)

Grindavík lagði Hauka að velli, 95-85, í gærkvöldi í Röstinni, heimavelli Grindavíkur. Með sigrinum komst Grindavík á toppinn í Iceland Express-deild karla. Besti maður vallarins var Steven Thomas en hann fór á kostum í liði Grindavíkur. Skoraði 24 stig og tók 23 fráköst.

Ekki voru miklar breytingar á liðinum frá því í 1. umferð nema að Kristinn Jónasson kom inní lið Hauka að nýju en hann hefur verið meiddur undanfarnar vikur.

Mikill hraði einkenndi upphaf leiksins og sóttu bæði lið af miklum hraða. Eftir 3 mínútur höfðu liðin skorað samtals 20 stig, 11-9. Hraðinn í leiknum var heimamönnum í hag og skoruðu þeir margar auðveldar körfur á Haukanna. Gestirnir áttu það til að spila á hraða sem þeir réðu ekki við og heimamenn refsuðu fyrir það. Eftir 1. leikhluta leiddi Grindavík með 10 stigum, 26-16.

{mosimage}

Í 2. leikhluta dró aðeins með liðunum en sóknarleikurinn var þó ennþá í fararbroddi og virtust leikmenn æstir í að komast í sókn og gleymdu sér stundum í vörninni. Átti þetta við um bæði lið. Haukar náðu að minnka muninn aðeins og þegar hálfleikurinn var að klárast náði Adam Darboe að skora flautukörfu yfir Sævar I. Haraldsson, fyrirliða Hauka, og munurinn í hálfleik var 8 stig, 47-39.

Í upphafi seinni hálfleiks stakk Grindavík af. Þeir keyrðu upp hraðann og skoruðu fullt af körfum úr hraðaupphlaupum og mikið fát virtist vera á Haukaliðinu. Þegar leikhlutann var hálfnaður hafði Grindavík náð mest 24 stiga forystu og leikurinn virtist unnin. En Haukar náðu aðeins að klóra frá sér og fyrir síðasta leikhlutann munaði 17 stigum, 78-61.

{mosimage}

Haukar náðu að gera unnin leik spennandi í 4. leikhluta. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og þegar um 4 mínútur voru eftir munaði 8 stigum og allt virtist ganga Haukum í hag. En Grindavík stóðst áhlaupið og sigurinn var þeirra.

Grindavík spilaði góðan sóknarbolta og nýtti sér styrkleika sína en Haukar spiluðu stundum með lítið lið inná. Þetta nýtti Grindavík sér og fengu ófáar körfur útúr því. Hjá þeim var Steven Thomas frábær en hann skoraði 24 stig og tók 23 fráköst og voru mjölmargar körfur hans úr flottum troðslum. Adam Darboe átti líka góðan leik ásamt Þorleifi Ólafssyni. Páll Kristinsson var sterkur og Páll Axel var góður.

{mosimage}

Haukar þurfa að laga varnarleik sinn og frákasta betur ef þeir ætla sér að komast í úrslitakeppnina. Hjá þeim var Roni Leimu bestur með 21 stig en Kevin Smith var atkvæðamestur með 23 stig. Kristinn Jónasson kom sterkur af bekknum með 15 stig.

Eftir leikinn er Grindavík ósigrað með 4 stig en Haukar eru ennþá með 2 stig.

Tölfræði leiksins

Myndir og umfjöllun: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -