spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaUmfjöllun: Stjarnan átti aukagír inni í seinni hálfleik gegn Skallagrím

Umfjöllun: Stjarnan átti aukagír inni í seinni hálfleik gegn Skallagrím

Stjarnan vann torsóttan sigur á Skallagrím í þriðju umferð Dominos deildar karla í kvöld. Skallagrímur leiddi allan fyrri hálfleik en Stjarnan steig upp í fyrri hálfleik og landaði tíu stiga sigri, 82-72.

Stjarnan hæg af stað

Það er ekki mikil meistarabragur á Stjörnunni í fyrri hálfleik þeirra leikja sem liðið hefur spilað hingað til. Vörn liðsins í fyrri hálfleik var ekkert spes og fáir tengdir sóknarlega fyrir utan Ægi Þór. Einhverja enda á enn eftir að hnýta hjá þessu liði og handbragð Arnars ekki fullkomlega sýnilegt enn sem komið er.

Kórstjórinn Ægir Þór

Besti maður vallarins var Ægir Þór Steinarsson. Auk þess að setja 17 stig í leiknum og bæta við það sex fráköstum og sjö stoðsendingum þá stjórnaði hann öllum aðgerðum liðsins. Sannkallaður stjórnandi á vellinum auk þess að vera eins og fluga (ekki geitungur þó) á öllum leikmönnum Skallagríms í vörninni.

Kraftur í Borgnesingum

Skallagrímur spilaði vel í fyrri hálfleik. Mikill ákafi var í vörn liðsins og Stjarnan varð hreinlega undir í baráttunni. Þegar vörn Stjörnunnar hertist í seinni hálfleik var líkt og Borgnesingar hefðu allir minnkað um einn til tvo cm því allt varð þvingaðra og tilviljanakenndara. Heilt yfir flott frammistaða hjá Skallagrím en það dugir ekki til

Stjarnan elskar seinni hálfleik

Eftir þrjár umferðir er Stjarnan án taps og hafa unnið góða sigra. Það hefur hinsvegar ekki sama lið mætt til leiks í seinni hálfleik og í þeim fyrri. Liðið hefur samanlagt unnið seinni hálfleikana með 53 stigum eftir þessar þrjár umferðir. Fróðlegt verður að sjá hvernig liðið plummar sig á gríðarlega erfiðum útivelli í Keflavík í næstu umferð. Þá mætir Stjarnan fyrsta liðinu sem er spáð í efri hluta deildarinnar á þessu tímabili.

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -