spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaUmfjöllun: Skyldusigur Keflavíkur á Haukum

Umfjöllun: Skyldusigur Keflavíkur á Haukum

Keflavíkurstúlkur tóku á móti Haukastúlkum í kvöld í Blue höllinni. Keflavík var í öðru sæti með 36 stig eins og Valur sem var í fyrsta sæti fyrir leik. Haukar hins vegar eru í 6. sæti með 16 stig ekki á leið í úrslitakeppnina.

Keflavíkurstúlkur byrjuðu fyrsta leikhluta betur en Haukastúlkur hleyptu þeim ekki of langt frá sér fyrstu mínúturnar. Þegar líða fór á leikhlutann náðu Keflvíkingar að búa sér til smá forystu. Staðan eftir fyrsta leikhluta 21 – 12.

Haukarnir komu grimmir inn í annan leikhluta og söxuðu forystu Keflvíkinga mest niður í 3 stig. Eins og í fyrsta leikhluta gáfu heimastúlkur í þegar leið á leikhlutann og komu sér aftur í smá forystu. Staðan í hálfleik 43 – 33.

Það dró ekki til tíðinda í þriðja leikhluta. Keflavík hélt forystu en náði ekki að slíta sig frá Haukastúlkum. Keflavík að vinna þriðja leikhlutann en með minnsta mun eins og annan leikhluta einu stigi. Staðan fyrir fjórða leikhluta 59 – 48.

Fjórði leikhluti varð aldrei spennandi. Haukar voru ekki að ná að gera nóg til að saxa á forystu Keflavíkur og Keflavík bara að gera nóg til að vinna. Lokatölur 79 – 69.

Byrjunarlið:

Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir, Katla Rún Garðarsdóttir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Brittanny Dinkins og Erna Hákonardóttir

Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir, Sigrún Ósk Ólafsdóttir, Rósa Björk Pétursdóttir, Bríet Lilja Sigurðardóttir og Eva Margrét Kristjánsdóttir.

Þáttaskil:

Fyrsti leikhlutinn og sú forysta sem Keflvíkingar bjuggu sér til þar var nóg til að vinna leikinn.

Tölfræðin lýgur ekki:

Keflavík hitti betur en Haukar og það var nóg til að vinna.

Hetjan:

Eva Margrét Kristjánsdóttir og Rósa Björk Pétursdóttir áttu fínan leik fyrir Hauka.

Hjá Keflavík átti Embla Kristínardóttir fína innkomu af bekknum. Bryndís Guðmundsdóttir átti mjög góðan leik og Brittanny Dinkins var virkilega góð eins og svo oft áður, 32 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar.

Kjarninn:

Keflavíkurstúlkur voru ekki mjög sannfærandi í kvöld og þurfa að gera miklu betur ætli þær sér eitthvað. Að sama skapi þá eiga Haukastúlkur skilið hrós. Þær eru að klára deildina án LeLe Hardy en sýndu í kvöld á köflum mjög fína spilamennsku.

Tölfræði

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -