spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Sigurstranglegustu liðin mættust ? Þór vann

Umfjöllun: Sigurstranglegustu liðin mættust ? Þór vann

09:15

{mosimage}
(Kjartan Orri Sigurðsson skoraði 7 stig fyrir Val)

Stórleikur var í 1. deild karla í Kennaraháskólanum í gær þar sem Valsarar sem eru spáð 2. sæti í deildinni, af spekingum Karfan.is, tóku á móti Þór Ak sem er spáð 1. sæti.  Heimamenn byrjuðu betur en Þór endurtók leikinn frá kvöldinu áður og sigldu fram úr á lokakaflanum.  Þór vann leikinn 85-97.

Valur hafði frumkvæði framan af leiknum og voru yfir frá annari körfu fram í þriðja leikhluta.  Bandaríkjamaður Þór Ak., Kevin Sowell, fór á kostum í leiknum og skoraði 37 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og hirða 6 fráköst.  Atkvæðamestir hjá Val voru Zachary W. Ingels með 25 stig og 5 fráköst og Ragnar N. Steinsson með 19 stig. 

 

Fyrsti leikhluti byrjaði frekar rólega en Þór skoraði fyrsti stigin og þau einu fyrstu tvær minuturnar.  Valur náði þó strax örlitlu forskoti og virtust mæta öryggari til leiks.  Vörn valsmanna hélt vel á meðan Þór voru að brjóta klaufalega sem sýndi sig í því að valur fengu 3 sinnum bónus vítskot unidr lok leikhlutans þegarþeir náðu mest 8 stiga forskoti. Leikhlutinn endaði með 8 stiga forskoti valsara 28-20 og Zachary Ingels virtist vera eldheitur en hann var gífurlega sterkur í byrjun leiks. 

{mosimage}

 

Valsmenn náðu svo forystu sinni uppí 10 stig á fyrsti mínutum annars leikhluta þar sem Matteo Cavallini, ítalskur leikmaður valsara, skoraði 5 stig á stuttum kafla.  Valsmenn héldu þessu forskoti fram undir lok leikhlutans en þá voru Þórsarar að hitta mjög vel úr þriggja stiga skotum og hlutirnir farnir að ganga upp hjá þeim.  Þór voru snöggir fram og refsuðu fyrir öll mistök valsara með hraðaupphlaupi. Leikhlutinn endaði svo á hálfgerðum skrípaleik þar sem mistök á ritaraborði og villum á ótrúlegustu tímum þannig að seinustu 2 sekondurnar voru kannski um 4 minutur að líða.  Valsmenn höfðu þá 6 stiga forskot, 52-46.

{mosimage}

 

Í þriðja leikhluta breyttist leikurinn hins vegar þar sem Þór mættu mjög öryggir til leiks og komumst yfir í fyrsta skiptið þegar Kevin Sowell skoraði glæsilega 3 stiga körfu.  Á þessum kafla náðu Þór að skora 9 stig á móti engu stigi valsara sem áttu fá svör sóknarleik þeirra.  Valsmenn náðu þó að svara þessum kafla með næstu 5 stigum og þeir náðu svo að komast yfir aftur í lok leikhlutans 71-69. 

{mosimage}

 Fjórði leikhluti var jafn framan af, staðan var 75-75 eftir 2 minutur og aðeins einu stigi munaði á liðinum eftir 4 minutur þegar Þórsmenn tóku leikhlé.  Eftir það áttu leikmenn Þór leikinn, þeir skoruðu 16 stig gegn aðeins 5 stigum vals á seinustu 6 minutunum og töldu þriggja stiga körfur frá Kevin Sowell mikið þegar mikil stemming myndaðist hjá liðinu.   Leikurinn endaði því með 12 stiga sigri Þórs sem eru þá búnir að sigra fyrstu 2 leiki sína í deildinni á móti Val og Stjörnunni sem verður að teljast mjög góður árangur þar sem þessum tvemur liðum er spáð góðu gengi í deildinni.  Þegar þessir tveir sigar eru komnir í höfn á 2 dögum er Þór því búnir að spila 14% af leikjum tímabilsins sem verður því miður mjög stutt hjá liðum í fyrstu deildinni. 

Tölfræði leiksins

texti: Gísli Ólafsson[email protected]
myndir: Sveinn Pálmar Einarsson[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -