Annar leikhluti var svipaður þeim fyrri. Pálmi Þór Sævarsson þjálfari Skallagríms var duglegur að skipta leikmönnum inn og út á meðan ÍG menn höfðu ekki úr eins mikilli breidd að spila. Leikurinn jafnaðist þó aðeins en ÍG tókst aldrei að minnka muninn til að hleypa meiri spennu í leikinn. Staðan í hálfleik var 30-42 fyrir Skallagrím. Stigahæstir hjá Skallagrími í hálfleik voru Dominique Holmes með 14 stig og Lloyd Harrison með 7 stig. Hjá ÍG var Ásgeir Ásgeirsson með 9 stig og Guðmundur Bragason með 7 stig.
12 stig eru almennt talinn vera lítill munur í körfubolta en það var ljóst strax í upphafi 3ja leikhluta að ÍG myndi ekki takast að minnka muninn. Í staðinn jók Skallagrímur muninn hægt og rólega í frekar óspennandi leik. Munurinn eftir 3ja leikhluta var orðinn 21 stig, 45-66 fyrir Skallagrím. Fjórði leikhluti var formsatriði og lauk leiknum með 23 stiga sigri Skallagríms, 58-81.
Stigahæstir hjá Skallagrím voru Dominique Holmes með 16 stig og 7 fráköst, Lloyd Harrison með 13 stig, 6 stoðsendingar og 6 fráköst, Sigurður Þórarinsson með 13 stig og 6 fráköst og Sigmar Egilsson með 10 stig.
Hjá ÍG átti Guðmundur Bragason góðan leik með 14 stig og 13 fráköst (9 í sókn) og Ásgeir Ásgeirsson spilaði af miklum krafti og skoraði 16 stig og tók 11 fráköst.
Tilþrif leiksins átti knattspyrnumaðurinn knái Orri Freyr Hjaltalín en í lok annars leikhluta splæsti hann í tvö glæsileg blokk sem skemmtu þeim fáu áhorfendum sem mættir voru á leikinn
Texti: Bryndís Gunnlaugsdóttir
Mynd: Lioyd Harrison sem skoraði 13 stig, gaf 6 stoðsendingar og hirti 6 fráköst fyrir Skallagrím