spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaUmfjöllun: Öruggt hjá KR í Borgarnesi

Umfjöllun: Öruggt hjá KR í Borgarnesi

Í kvöld fór fram leikur Skallagríms og KR í Dominos deild karla. Leikurinn var í Borgarnesi og var þetta fyrsti leikur ársins hjá liðunum.

Fyrsti leikhluti byrjaði með góðri vörn KR og lélegri spilamennsku Skallagríms. KR tók strax völdin og réðu gjörsamlega yfir. Skallagrímur var að hitta illa og vítin voru alls ekki að fara ofaní körfuna. Staðan 16-28 fyrir KR eftir leikhlutann.

Í öðrum leikhluta fóru Skallagrímsmenn aðeins að vakna en KR var alltaf með forskot á þá. Staðan 37-51 fyrir KR í hálfleik.

Í þriðja leikhluta byrjuðu KR mun betur og héldu Skallagrímsmenn að spila slaka sókn. KR valta gjörsamlega yfir andlaust Skallagríms lið og var lítið um gleði í liði Skallagríms.

Í fjórða leikhluta kláruðu KR leikinn bara frekar auðveldlega og var mótstaðan lítil af hálfu Borgnesinga. Lokatölur úr Borgarnesi 78-94 fyrir KR.

Atkvæðamestu menn voru Julian Boyd hjá KR með 23 stig og 4 fráköst en hjá Skallagrím var nýji maðurinn Gabríel Sindri með 19 stig.

Vondur dagur hjá Skallagrím sem sitja í fallsæti á meðan KR fara sáttir með 2 stig úr Borgarnesi.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -