spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Njarðvík hirti stigin á Ásvöllum

Umfjöllun: Njarðvík hirti stigin á Ásvöllum

Eftir gott gengi á undirbúningstímabilinu var komið að alvöru lífsins fyrir Haukastúlkur sem lutu í lægra haldi fyrir sprækum Njarðvíkingum á Ásvöllum í kvöld.

 

Það var jafnræði með liðunum í fyrri háfleik þar sem að bæði lið græddu á mistökum hvors annars með auðveldum körfum. Þessi klassíski haustbragur hefur oft verið nefndur til leiks á stundu sem þessari en mikill klaufagangur var á báðum liðum.

Haukar telfdu fram nýjum leikmanni, Elam Hope, sem þarf greinilega betri aðlögunartíma en Hope var kominn með sína þriðju villu þegar annar leikhluti var rétt háfnaður. Á meðan voru þær Lele Hardy og Shanee Baker að gera gott mót fyrir græna í fyrri hálfleik.

Njarðvík leiddi með nokkrum stigum í hálfleik en það litla forskot sem þær höfðu náð hélt ekki lengi. Haukar minnkuðu muninn og voru líklegar til að gera þetta að hörku leik. Baráttuglaðir Njarðvíkingar héldu áfram og var Salbjörg Sævarsdóttir öflug ásamt þeim Hardy og Baker.

Njarðvík tók öll völd á vellinum í fjórða leikhluta og vann á endanum með 21 stigi, 60-81. Baráttan og stemningin var einfaldlega öll hjá þeim og var Haukaliðið alls ekki sannfærandi.

Lele Hardy var stigahæst Njarðvíkurliðsins með 33 stig og 14 fráköst og Shanee Baker gerði 20 stig, tók 8 fráköst og stal 6 boltum.

Hjá Haukum var það Jance Rhoads sem var atkvæðamest en hún gerði 19 stig, var með 6 fráköst og 5 stoðsendingar.
 

Mynd: Petrúnella Skúladóttir er komin í grænt og gerði 13 stig fyrir Njarðvík gegn Haukum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -