spot_img
HomeBikarkeppniUmfjöllun, myndir og viðtöl - Njarðvík áfram í 16 liða úrslitin eftir...

Umfjöllun, myndir og viðtöl – Njarðvík áfram í 16 liða úrslitin eftir sigur í Laugardalshöllinni

Njarðvík kom í heimsókn í Laugardalinn í kvöld og lék gegn Ármanni í VÍS bikarkeppninni. 

Bæði lið hafa byrjað tímabilið sterkt. Ármann ósigraðir í 1. deildinni og Njarðvíkingar með 2 sigra og 1 tap í Bónusdeildinni. Njarðvíkingar náðu í frábæran eins stigs sigur gegn Keflavík á föstudag og ákváðu að hvíla Dwayne Lautiere-Ogunleye í þessum leik. Þrátt fyrir það tefla þeir fram gríðarsterku liði með frábæra leikmenn í öllum stöðum.

Önnur úrslit dagsins í VÍS bikarnum

Leikurinn var skemmtilegur og spennandi í fyrri hálfleik og Ármenningar náðu að halda ágætlega í við Njarðvík. Staðan eftir fyrsta leikhluta var samt 21-30 fyrir Njarðvík. 

Ármann byrjaði 2. leikhluta vel og náðu að minnka muninn töluvert. Frosti Valgarðsson skoraði þriggja stiga körfu um miðjan leikhlutann og minnkaði muninn í 6 stig, 43-48. Njarðvíkingar náðu þó að koma með áhlaup í lok leikhlutans og auka muninn aftur. Staðan í hálfleik 46-62.

Ármann náði ekki að halda dampi í þriðja leikhluta og Njarðvík nýtti sér það. Þeir spiluðu sterkan varnarleik og hittu vel. Það gaf þeim góða forystu og það var orðið ljóst í fjórða leikhluta í hvað stefndi og bæði lið slökuðu töluvert á í lokin. Það var þó gaman að sjá unga og efnilega leikmenn beggja liða spreyta sig og sýna flotta takta á vellinum.

Bæði lið nokkuð sátt að leik loknum. Ármenningar hefðu viljað standa betur í Njarðvík í seinni hálfleik en þeir sýndu í fyrri hálfleiknum að þeir eru mjög sterkir og geta staðið í mjög sterkum liðum. Njarðvíkingar samt komnir þægilega áfram í bikarnum og þeir náðu að hvíla menn í seinni hálfleik.

Tölfræði leiks

Hjá Njarðvík var Khalil Shabazz mjög góður hann var með 9 af 9 í tveggja stiga skotum og skoraði 27 stig. Mario Matasovic var með 24 stig og 10 fráköst og Veigar Páll Alexandersson skoraði 14 stig.

Arnaldur Grímsson var stigahæstur hjá Ármanni með 19 stig og Frosti Valgarðsson skoraði 14.

Myndasafn (Gunnar Jónatansson)

Fréttir
- Auglýsing -