spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Mikið skorað

Umfjöllun: Mikið skorað

00:24

{mosimage}

Grindavík vann Keflavík 108-89 í hinum undanúrslitaleik Powerade-bikarsins. Leikurinn var mjög jafn og skemmtilegur og einkenndist hann af miklum hraða og miklu skori. Birna I. Valgarðsdóttir var sterk í 1. leikhluta og opnaði vörn Grindvíkinga mjög mikið fyrir liðsfélaga sína. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og komust í 4-12. Tamara Bowie var sterk í Grindavíkurliðinu og verður skemmtilegt að fylgjast með henni í vetur. En Keflavíkurstúlkur voru ekki af baki dottnar og með Birnu í fararbroddi náðu þær forustu í lok leikhlutans 24-20.

2. leikhluti byrjaði jafn og spennandi en eftir 5 mínútna leik var staðan orðin 39-37. Þegar að 2 mínútur voru eftir af 2. leikhluta kom Hildur Sigurðardóttir Grindvíkingum yfir og staðan var 44-45, Tamara Bowie skoraði strax á eftir og kom leiknum í 44-47. Eftir það röðuðu Grindvíkingar niður og staðan í hálfleik var 46-55.

{mosimage}

Eftir þetta virtist sem að eitthvað púður væri komið í Grindavíkurliðið og leiddi Grindavík leikinn áfram og voru komnar 17 stigum yfir þegar 5 mínútur voru búnar af 3. leikhluta. Keflvíkingar ætluðu sér ekki að gefast upp og spiluðu þær stífa pressu og komust í nokkur hraðaupphlaup og minnkuðu munin eftir 3. leikhluta í 70- 82.

Grindavíkurstelpur komu svo í 4. leikhluta með grimmd og leiddu allan leikhlutann þar sem að Tamara Bowie var atkvæðamest. Eftir 5 mínútna leik var staðan orðin 77-90. Birna I. Valgarðsdóttir fékk á sig tæknivillu á 3 mínútu og kom þetta Grindavíkur stúlkum í 20 stiga forystu 80-100. En í lok leiks var staðan 89-108

Tamara Bowie skoraði 30 stig í leiknum fyrir Grindavík og var með 22 fráköst og Íris Sveinsdóttir var með 19 stig.

Birna I. Valgarðsdóttir var stigahæst fyrir Keflavík með 19 stig.

Það verða Haukar og Grindavík sem munu mætast í hörku úrslitaleik í Laugardalshöll á laugardaginn k. 14:00.

Tölfræði leiksins

frétt: Sveinn Pálmar Einarsson
myndir: Sigurður Ámundarson

Fréttir
- Auglýsing -