23:03
{mosimage}
1. Leikhluti: Við náðum uppkasti og hjalti skoraði fyrstu körfu leiksins. Pálmi svaraði mínútu síðar. Hörður braust svo glæsilega í gegn og skoraði en aftur svöruðu KR, nú með körfu frá Sola. Nemanja var heitur og skoraði góðar körfur og lék á Fannar fyrir utan teiginn. Með góðu spili komumst við í 15-10 forystu og boltinn lék í höndunum á okkur. Kareem var sterkur undir körfunni og skoraði sterkar körfur inn í teig.Leikhlutinn endaði 22-14 fyrir okkar menn.
2. Leikhluti:Liðin byrjuðu leikhlutann jafn sterk, skoruðu 2 körfur á lið þar til Tyson Patterson tók sig til og skoraði þrist, og svo fjögur stig úr hraðaupphlaupi eftir að KR-ingar höfðu stolið boltanum og minkaði muninn niður í aðeins 6 stig, 26-20. Bjarni og Páll tóku þá leikhlé og lögðu upp línurnar að nýju fyrir okkar menn. Nemanja byrjaði á því að skora undir körfunni og Árni fylgdi á eftir með þriggja stiga körfu. Við náðum góðu áhlaupi og eftir 5 mínútna leik vorum við 13 stigum yfir, 33-20 þegar að Benedikt tók leikhlé fyrir KR. Staðan í hálfleik 41-36 fyrir okkur Fjölnismenn. Nemanja með 12 stig
{mosimage}
3. Leikhluti:Nemanja byrjaði leikhlutann á þrist eftir að Kareem hafði rifið sóknarfrákast af KR-ingum. Þegar að tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum fékk miðherji KR inga, Fannar Ólafsson sýna fjórðu villu og KR ingar því undirmannaðir í teignum. Fjölnismenn voru sjóðandi og stálum boltum og skoruðu körfur. Þetta var hinsvegar fljótt að breytast og á stuttum tíma röðuðu gestirnir niður körfum og jöfnuðu að lokum leikinn 45-45. KR ingar skelltu í lás og voru helmingi ákafari í varnarleik sínum. Þegar að Patterson skoraði svo úr gegnumbroti komust þeir yfir í fyrsta skiptið í langan tíma, 49-47. Þegar að 3 mínútur voru eftir fékk Fannar Ólafsson sína fimmtu villu og þurfti að yfirgefa leikvöllinn. Mikið líf færðist yfir áhorfendur og leikmenn en þó héldu KR ingar dampi og skoruðu góðar körfur. Leikhlutinn endaði með 4 stiga fyrstu KR, 57-61.
4. Leikhluti:Tyson Patterson skoraði fyrstu körfuna og kom KR 6 stigum yfir. Darri Hilmarsson fylgdi svo á eftir með hvorki meira né minna en þremur körfum á mínútu og gestirnir alltíeinu komnir með 12 stiga forskot. Það var svo Níels Dungal sem stöðvaði áhlaup gestanna með gegnumbroti eftir leikhlé Fjölnis en Brynjar Björnsson setti þá þrist á okkur. 7 mínútur eftir og staðan 59-72. Aðeins meira líf færðist yfir okkur eftir það og með góðri baráttu og troðslu frá Kareem minkuðum við muninn í 9 stig, 65-74, þegar 5 og hálf mínúta voru eftir. Lítið var um stigaskor næstu mínútur en enn meira um læti, hasar og baráttu. Kareem tróð yfir KR-ing eftir viðstöðulausa sendingu frá Herði og allt ætlaði að verða vitlaust.
Leikurinn endaði með 8 stiga sigri KR, 69-77.
Myndir: Snorri Örn Arnaldsson