23:11
{mosimage}
Haukar unnu Þór Þ. í kvöld, 87-81, í Iceland Express-deild karla. Með sigrinum komust Haukar í 7. sætið en þeir eru jafnir Þór Þ., Fjölni og Tindastól með 4 stig í 7. til 10. sæti.
Þór Þ. byrjaði betur í kvöld og komust í 3-7 með körfum frá Jason Harden og Robert Hodgson og Sævar Haraldsson skoraði þrist fyrir Hauka. Í stöðunni 5-8 skoruðu Haukar 9 stig í röð og komust yfir 14-8. Eftir það létu þeir forystuna ekki af hendi en Þór Þ. var aldrei langt undan. Þegar 1. leikhluti var liðin leiddu Haukar með 5 stigum, 24-19.
Í 2. leikhluta sigu Haukar framúr og náðu mest 11 stiga forystu. Í stöðunni 34-33 skoruðu Haukar 8 stig í röð og náðu 9 stiga forystu. Munurinn hélst út hálfleikinn og Haukar fóru með 10 stiga forystu í hálfleik, 51-41.
{mosimage}
Í 3. leikhluta skiptust liðin á körfum til að byrja með. Haukar náðu ekki að auka muninn og Þór Þ. náði aldrei að minnka hann að viti. Í stöðunni 64-57 náðu Haukar 12-3 áhlaupi og fóru með 16 stiga forystu í 4. leikhluta.
Í lokahlutinn reyndist vera gífurlega spennandi þrátt fyrir forystu Hauka. Þór Þ. minnkaði muninn jafnt og þétt ef leikurinn hefði verið 2 mínútum lengri hefðu þeir getað knúið fram framlengingu eða jafnvel sigur. Þór Þ. byrjaði að pressa í leikhlutanum og Haukar réðu illa við pressuna. Þeir hentu boltanum frá sér reglulega og Þór gekk á lagið en tíminn reyndist ekki nægur og Haukar unnu sinn annan leik í vetur, 87-81.
{mosimage}
Hjá Haukum var Kevin Smith mjög sterkur en hann var nálægt þrefaldri tvennu, 25 stig, 10 fráköst og 8 varin skot, og áttu varnarmenn Þórs í erfiðleikum að eiga við hann. Hann tróð nokkrum sinnum glæsilega og ein þeirra var glæsileg alley-oop í endann. Roni Leimu var fínn og var að hitta ágætlega. Sævar Haraldsson var einnig góður en var orðinn þreyttur í endann.
Hjá Þór var Jason Harden góður í sókn og vörn. Hann endaði með 16 stig. Damon Bailey var öflugur í 4. leikhluta og skoraði hann 13 stig í leikhlutanum. Oftast undir körfunni og endaði hann með 25 stig. Grétar Erlendsson var sterkur í fráköstunum og er erfitt að eiga við hann.
Byrjunarlið Hauka:
Sævar Ingi Haraldsson
Roni Leimu
Marel Guðlaugsson
Kevin Smith
Kristinn Jónasson
Byrjunarlið Þórs:
Óskar Þórðarson
Jason Harden
Damon Bailey
Robert Hodgson
Damon Bailey
Mesti munur:
Haukar 17 stig
Þór Þ. 5 stig
Mesta áhlaup(stig skoruð í röð)
Haukar 9 stig
Þór Þ. 9 stig
texti og myndir: [email protected]
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}