10:39
{mosimage}
(Pálína í vörn, mynd frá síðustu leiktíð)
Íslandsmeistarar Hauka heimsóttu Blikastelpur í Smárann í gærkvöld. Fyrirfram var hægt að búast við að Haukar færu með öruggan sigur af hólmi og sú varð raunin. Haukastelpur unnu 100- 52. Sigurinn var í raun aldrei í hættu og því lítið spennandi leikur í Smáranum í kvöld. Stigahæst hjá Haukum var Ifeoma Okonkwo með 21 stig og 6 fráköst en næst var Unnur T. Jónsdóttir með 19 stig og 9 fráköst. Stigahæst hjá Breiðablik var Tiara Harris með 12 stig og 5 stoðsendingar.
Fyrsti leikhluti byrjaði með miklum látum og Haukar pressuðu allan völlin og spiluðu mjög aggressíva vörn. Þeim tókst að taka Blikastelpur alveg útaf laginu og voru komnar með 18 stiga forskot strax eftir 6 minutna leik, 7-25. Breiðablik voru varla þáttakandi í leiknum á þessum kafla þvi þeim tókst ekki að stilla saman vörninni og Haukar spiluðu sig að því virtist mjög auðveldlega í gegnum hana oft og mörgum sinnum. Þegar leið á leikhlutann fóru Blikastelpur þó aðeins að taka við sér í vörn og stoppa Hauka við og við en það sem vantaði einna mest hjá þeim voru fráköst sem þær töpuðu all hressilega í leiknum, en þær náðu aðeins 30 fráköstum á móti 54 hjá Haukum sem tóku 26 sóknarfráköst í leiknum. Fyrsti leikhluti endaði með 32 stiga forskoti Hauka, 7-39.
Annar leikhluti bryjaði nákvæmlega eins og sá fyrsti, Haukar að pressa stíft og Blikar virtust ekkert ráða við þær. Það kviknaði þó aðeins í vörninni hjá Blikum en aftur klikkuðu þær mikið á þvi að missa fráköstin. Þegar leið á leikhlutan var þó eins og Haukastelpur væru farnar að slaka aðeins á þvi þær pressuðu ekki og það hleypti blikum aðeins inní leikinn. Eftir 4 mínútur af leikhlutanum var staðan 13-43. Tiara Harris var lífleg í sóknini og virtist vera sú eina sem þorði að ríða á vaðið hjá Breðablik. Eftir 7 min er svo tekið leikhlé þegar staðan er 17- 45. Eftir það byrjuðu Haukar að pressa aftur sem sló Blikana aðeins út af laginu, þær misstu boltan oft á miðjum velli og áttu í vandræðum með að koma honum yfir miðju. Leikhlutinn endaði 21-56.
Seinni hálfleikur var mun jafnari en sá fyrri, Breiðablik komu mun ákveðnari fram og fóru að berjast fyrir boltanum. Það fór mikið fyrir Helenu Sverrisdóttir á þessum kafla þar sem hún skoraði 8 stig á 2 minutum og virtist vera svar Hauka við hertri vörn Blika. Staðan var 24-64 eftir 3 min og munurinn hélst um það bil 40 stig út leikhlutann. Þarna má segja að fráköst hjá blikastelpum og barátta í vörninni hafi gert gæfumuninn því þær voru mun líflegri á þessum tíma heldur en í fyrri hálfleik. Sara Ólafssdóttir endaði svo leikhlutan vel fyrir Breiðablik þvi hún setti niður þriggja stiga flautuskot, staðan 42-77 og Breiðablik því búnar að skora 5 sinnum það sem þær skoruðu í fyrsta leikhluta á meðan Haukar skoruðu minna í 2. og 3. leikhluta samanlagt heldur en í þeim fyrsta.
Í fjórða leikhluta virtist baráttan svo aftur yfirgefa blikastelpur því ekkert virsti vera að gerast í sóknarleik þeirra í leikhlutanum. Ragnheiður Theodórsdóttir skoraði 2 þriggjastiga körfur í upphafi leikhlutans en eftir það var ekki úr miklu að moða. Haukar spiluðu sig í gegnum vörn blika sókn eftir sókn og tóku aftur öll völd á vellinum. Staðan var orðin 50-89 eftir 4 min en það sem hélt lífi í leiknum var að það vottaði ekki fyrir uppgjöf hjá blikastelpum. Þær héldu alltaf áfram þrátt fyrir mikið mótlæti. Leikurinn endaði svo með 48 stiga sigri Hauka, 52-100.
Ágúst S. Björgvinssin þjálfari Hauka var að vonum nokkuð ánægður í leikslok en sagði þó liðið hafa vantað einbeitingu eftir 1. leikhlutan. Stelpurnar voru að klúðra opnum færum sem hefðu átt að klára. Hann var þó ánægður með baráttuna hjá þeim. Ágúst segir að álagið sé mikið á stelpunum þessa dagana og þær í miklu prógrammi því Evrópukeppnin sé á næstu grösum og því allt að 3 leikir á viku. Hann segist vera ánægður með hópinn og hann ætli að dreifa álaginu því hann sé með stóran hóp.
Magnús Ívar Guðfinnson þjálfari Breiðabliks var nokkuð bjartsýnn á leiktíðina eftir leikinn þrátt fyrir tvö ansi stór töp. Hópurinn hafi fyrst í gær (24. okt) verið allur á æfingu og þær séu ennþá að slípa sig saman. Hann var þó á þvi að þær hafi ekki átt góðan dag, Tiara Harris hafi ekki verið að hitta vel og þær hafi kannski saknað fyrirliða síns sem er fjarri. Hann sagði þó alltaf gaman að mæta Haukum sem séu með gott og skipulagt lið.
Texti: Gísli Ólafsson – [email protected]