spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Hafnfirðingar áttu ekki góða heimsókn til Leiknismanna

Umfjöllun: Hafnfirðingar áttu ekki góða heimsókn til Leiknismanna

Leiknir R. sigraði Hauka-b í góðum leik milli 2. deildar liðanna tveggja í dag. Leiknismenn hittu vel úr skotunum sínum í leiknum og nýttu stærðina inn í teig til að hirða fráköst og gefa liði sínu góð önnur tækifæri til að skora. Haukar mættu færri en þeir hafa verið í leikjum sínum fyrir jól og það hafði tvímælalaust áhrif á þá. Lokastaðan varð 115-78, Leikni í vil.
 

Gangur leiksins

Haukar-b opnuðu leikinn með tveimur fljótum þristum áður en Leiknismenn fengu nokkuð að gert og staðan orðin 2-8 áður en heimamenn fóru loks í gang. Þá tóku þeir hvítklæddu 15-0 áhlaup til að koma stöðunni í 17-8 áður en Haukar gátu skorað aftur. Hafnfirðingarnir gátu skorað 9 stig á seinustu 4 mínútum leikhlutans sem hefði verið ágætt ef ekki væri fyrir það að Leiknir R. skoraði 10 stig á sama tíma. Staðan eftir fyrsta leikhluta: 27-17, Leikni í vil. Ástandið batnaði ekki mikið í öðrum leikhlutanum, en heimaliðið hélt áfram að raða niður stigum á meðan að gestirnir áttu erfitt með að leysa vörnina hjá Leikni og staðan í hálfleik var því orðin 50-32.

Hafnfirðingarnir komust á smá skrið í seinni hálfleik og neyddu Leiknismenn til að taka leikhlé í miðjum þriðja leikhluta. Það lagaði ekki mikið en Leiknir náði sem betur fer að skila leikhlutanum vel af sér og liðin skildu jöfn eftir þriðja, 24-24. Staðan var því 74-56 þegar heimamenn fóru skyndilega í gang í lokafjórðungnum. Á seinustu 10 mínútum leiksins komu nokkrar skyttur inn á hjá Leikni sem hófust handa við að grafa Hafnfirðingana í þristum. Leiknir hitti úr 9 þriggja stiga skotum í fjórða leikhlutanum, fjórum fleiri skotum en þeir hittu úr inni fyrir þriggja stiga línuna! Í seinasta leikhlutanum skoruðu Leiknismenn 41 stig gegn 22 stigum Hauka-b svo að lokastaðan varð 115-78.
 

Tölfræðin lýgur ekki

Leiknir hreinlega gróf Hauka-b í þristum: heimamenn hittu úr 16 þriggja stiga skotum í leiknum gegn 10 þristum hjá gestunum. Tveir leikmenn hittu úr 5 þriggja stiga skotum í leiknum, einn þeirra setti reyndar alla sína í fjórða leikhlutanum. 41 stiga lokaleikhluti er líka erfiður fyrir hvaða lið sem er að reyna vinna upp muninn í leiknum.

 

Hetjan

Fjölmargir lögðu í púkk í þessum liðssigri, en Leiknir hefði ekki valtað vona yfir hitt liðið án aðstoðar sinna leikmann. Dzemal Licina (31 stig), Gunnar Arnar Gunnarsson (21 stig) og Sigurður Orri Kristjánsson (17 stig) áttu allr góðan leik og eru því allir hetjur liðsins að þessu sinni.
 

Kjarninn

Þá heldur sigurganga Leiknis áfram eftir erfiðan leik gegn Njarðvík-b í seinustu viku. Liðið hefur núna unnið fjóra leiki í röð en alvöru eldraun liðsins verður um næstu helgi þegar þeir heimsækja Sindra á Höfn í Hornafirði, en Sindri er einu sæti fyrir ofan Leikni í 2. deildinni. Haukar-b eru aftur á móti í 7. sæti í deildinni og þyrftu helst að fara mæta fleiri á leikina sína, en þeir mættu með 5 í upphafi leiksins og seinna skiluðu tveir leikmenn sér í hús eftir að leikurinn var nýhafinn.
 

Skortölfræðin

Leiknir R.
Dzemal Licina 31 stig, Gunnar Arnar Gunnarsson 21 stig, Sigurður Orri Kristjánsson 17 stig (5 þristar í lokaleikhlutanum), Ingvi Guðmundsson 15 stig (5 af 6 í þristum í leiknum), Helgi Hrafn Ólafsson 11 stig, Þorbergur Ólafsson 10 stig, Helgi Ingason 6 stig, Hafliði "Hafú" Sævarsson 4 stig.

Haukar-b
Sigurður Þór Einarsson 33 stig, Arnór Ívarsson 15 stig, Steinar Aronsson 14 stig, Steinar Hafberg 10 stig, Brynjar Örn Steingrímsson 6 stig.
 

Umfjöllun / Helgi Hrafn Ólafsson
Fréttir
- Auglýsing -