spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Grindavíkursigur í Grafarvogi

Umfjöllun: Grindavíkursigur í Grafarvogi

23:43 

{mosimage}

 (Steven Thomas í háloftunum í Grafarvogi í kvöld)

 

Í kvöld fór fram fyrsta umferð Iceland Express deildarinnar í körfubolta, í Íþróttamistöðinni Grafarvogi áttust við heimamenn í Fjölni og Grindavík. Leikurinn endaði með sigri Grindavíkur 75-83, þó Fjölnismenn hafi haft undirtökin framan af leik. Fjölnir voru yfir fram í miðjan 3. leikhluta þegar Páll Axel Vilbergsson skoraði eina af fjölmörgum þriggja stiga körfum sínum í leiknum og eftir það var ekki litið til baka. Stigahæstur hjá Grindavík var Páll Axel með 29 stig en hjá Fjölni var það Níels Dungal með 22 stig. 

 

Fyrsti leikhluti byrjaði frekar rólega og jafnræði var með liðunum framan af, staðan var 19-15 þegar 6 minutur voru liðnar af leiknum en þá tóku Fjölnismenn öll völd á vellinum þegar Keith Vassel setti 2 svakalega þrista með stuttu millibili rúmlega metra fyrir utan línuna. Þær 4 minutur sem eftir lifðu af fyrsta leikhluta skoruðu Fjölnismenn 12 stig gegn 2 stigum Grindavíkur og staðan í lok leikhlutans því 31-17 Fjölni í vil.

 

Annar leikhluti byrjaði nokkurð hraður og það var nokkuð greinilegt á leik liðanna að leikmenn voru ennþá að koma sér saman og komast inní kerfi fyrir komandi tímabil.  Leikmenn í báðum liðum gerðu sig seka um klaufamistök og það kom kafli í leikhlutanum þar sem hvorugt lið skoraði í nokkrar mínútur. Páll Axel var þó alltaf ógnandi ásamt Steven Thomas sem er nýr Bandaríkjamaður hjá Grindavík. Hann skoraði 21 stig í öllum regnbogans litum. Grindavík voru hins vegar í miklum vandræðum með fráköst í fyrri hálfleik og gáfu Fjölni mörg stig á silfurfati þegar Fjölnismenn hirtu sóknarfrákastið og kláruðu sóknina í annari tilraun. Grindavík minnkaði munin statt og stöðugt sem endaði með 6 stiga mun í hálfleik, 50-44 fyrir Fjölni. 

{mosimage}

 

Grindavík byrjaði seinni hálfleik af krafti og pressuðu allan völlinn til að byrja með, þeir uppskáru með þvi þegar þeir komust yfir í fyrsta skiptið í leiknum 56-58, þegar tæpar 6 minutur voru liðnar af 3 leikhluta. Það var Páll Axel sem skoraði enn eina þriggja stiga körfuna sem kom þeim yfir og þá var ekki litið til baka. Grindavík gengu á lagið og héldu forskotinu það sem eftir var leiksins. Fjölnismenn tóku leikhlé þegar staðan var 58-58 og 3 mínútur eftir af leikhlutanum, Keith Vassel spilandi þjálfari Fjölnis var farinn að láta dómarana fara í taugarnar á sér og uppskar tæknivillu fyrir vikið. Grindavík unnu svo leikhlutan 12-22.  Staðan þegar leikhlutanum lauk var þvi 62-66 Grindavík í vil.

 

Fjórði leikhluti var ekki jafn spennandi leikhluti og leikurinn hefði getað boðið uppá, Grindavík voru búnir að herða vörnina jafnt og þétt sem skilaði sér vel. Fjölnismenn lentu nokkrum sinnum í því að ná ekki skoti á körfuna og létu boltann í hendur Grindvíkinga við minnstu tækifæri. Níels Dungal sem kom frá KR fyrir þetta tímabil var drjúgur í sókn Fjölnis undir lokin og var að miklu leiti sóknarleikur þeirra. Hann skoraði 9 stig af 13 stigum Fjölnis í seinasta leihluta. Vörn Grindvíkinga hélt þó út allan leikinn og þeir kláruðu seinasta leikhluta með sóma þegar Páll Axel setti seinasta þrist leiksinns þegar bjallan gall. 

 

Þegar leið á leikinn var greinilegt að Grindavík hafði svör við öllum sóknaraðgerðum Fjölnismanna og þegar þeir tóku fráköstin sín voru þeir mun betri aðilinn. Steven Thomas, bandaríski leikmaðurinn þeirra, lofar mjög góðu en hann átti mjög góða takta inná milli en sem dæmi má nefna stórglæsilega “alley up” troðslu hans sem myndin hérna efst sýnir. 

Fjölnir eru með ungt lið sem lofar að vissu leyti mjög góðu þar sem þeir hafa fengið við til liðs við sig bandaríkjamann að nafni Patrick Oliver sem var mjög öflugur í vörninni sem og að vera nokkuð drjúgur í sókninni með 13 stig Þeir hafa svo fengið Níels frá KR og svo fékk fréttaritari karfan.is að heyra það að Ólafur már Ægisson fyrrverandi leikmaður KR mun mæta á sýna fyrstu æfingu á morgun (föstudaginn 20. okt.) hjá Fjölni. Þessir leikmenn styrkja hópinn vafalaust mjög mikið þar sem þeir misstu sitt mesta efni, Hörð Axel, til Spánar í sumar. 

{mosimage}

 

Keith Vassel var ekki ýkja ánægður með spilamennsku Fjölnis eftir leikinn og nefnir sérstaklega að Páll Axel hafi fengið allt of mörg opin færi sem hann nýtti svo flest.  Keith talaði um  að þeir hafi verið klaufar að nýta ekki færi sín betur og nefndi hann sérstaklega Nemanja Sovic og sjálfan sig en hvorugur þeirra var að spila sinn besta leik sóknarlega séð. Nemanja var með 17 stig en Keith aðeins 8. Aðspurður um spá leikmanna og þjálfara fyrir veturinn segist Keith aldrei stefna á að spila á botninum og þvi sé stefnan auðvita sett ofar en spáin segir til um, hann býður hins vegar liðum sem telja þá vera botnlið velkomin og efast um að þau fari jafn glöð heim.

 

Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur grunaði að liðið hafi verið of spennt í upphafi leiks og óheppnir með opin skot og “lay up.”  Vörnin kom hins vegar í 3. leikhluta og þá var sigurinn kominn í höfn. Hann er mjög  ánægður með þessa byrjun á tímabilinu og sagði mörg lið eiga eftir að eiga í vandræðum þegar þeir mæta í íþróttamiðstöðina í Grafavogi.

 

Myndir: Sveinn Pálmar Einarsson – [email protected]

Texti: Gísli Ólafsson – [email protected]       

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -