23:30
{mosimage}
(Kareem og Kevin börðust af krafti í kvöld)
Fjölnir vann mikilvægan sigur á Haukum í kvöld þegar liðin mættust í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Með sigrinum er liðið komið í 7. – 8. sæti í Iceland Express-deild karla ásamt Tindastól. Haukar eru í 9. – 12. sæti ásamt ÍR, Þór Þ. og H/S. Kareem Johnson skoraði 23 stig fyrir Fjölni og Kevin smith var með 38 fyrir Hauka.
Bæði lið þurftu á sigri að halda en hvorugu liði hefur gengið vel í vetur. Fjölnir hefur endurheimt Árna Ragnarsson úr meiðslum og styrkir hann liðið mikið. Hjá Haukum vantaði Sigurð Þór Einarsson sem er að jafna sig á aðgerð og Morten Þór Szmiedowicz er hættur að spila með liðinu.
Árni Ragnarsson minnti rækilega á sig í kvöld en þessi efnilegi strákur skoraði 6 fyrstu stig leiksins áður en Haukar komust á blað en þeir minnkuðu muninn í 2 stig með körfum frá Kevin Smith og Roni Leimu. Í stöðunni 12-8 fyrir Fjölni náðu Haukar áhlaupi þar sem þeir skoruðu 6 stig í röð og voru 2 stigum yfir, 12-14. Níels Dungal kom Fjölni yfir með þriggja-stiga körfu og þegar leikhlutinn var allur voru heimamenn yfir 21-18.
Í leikhlutanum skoraði Árni Ragnarsson 8 stig fyrir Fjölni og Kevin Smith 10 fyrir Hauka.
{mosimage}
2. leikhluti var jafn og spennandi þar sem hvorugt liðið náði almennilegri forystu. Mesti munur var 5 stig en það var í upphafi leikhlutans. Árni Ragnarsson skoraði fyrstu körfuna og Fjölnir náði mestri forystu leikhlutans. Haukar jöfnuðu leikinn fljótlega í 25-25. Liðin skiptust á körfum út leikhlutann en það var jafnt 28-28, 30-30, 32-32, 34-34, 36-36, 38-38, 40-40 og 42-42. Haukar komust yfir með tveimur vítaskotum þegar Roni Leimu kom þeim yfir 41-42 en Árni Ragnarsson endaði leikhlutann eins og hann byrjaði hann og setti síðustu stig hálfleiksins af vítalínunni.
Kareem Johnson var sterkur fyrir Fjölni en hann skoraði 10 stig í leikhlutanum og hjá Haukum var Sævar Haraldsson með 7 stig.
{mosimage}
Í 3. leikhluta skildist aðeins með liðum og Fjölnir var kominn með 7 stiga forystu, 55-48. Haukar náðu að jafna og komast yfir þegar um 4 mínútur voru eftir af leikhlutanum með 8-0 áhlaupi og breyttu stöðunni í 60-63. Fjölnir tók leikhlé og þeir voru tilbúnir í slaginn að því loknu. Þeir jöfnuðu og komust yfir á tæpum 15 sekúndum með tveimur þriggja-stiga körfum frá Árna Ragnarssyni og Hjalta Vilhjálmssyni, 66-63. Haukar komust yfir með tveimur körfum frá Kristni Jónassyni en Nemanja Sovic kom Fjölni á ný yfir en þegar leikhlutinn var búinn leiddu Haukar með 3 stigum, 70-73.
Hjá Fjölni skoruðu Árni Ragnarsson og Kareem Johnson 6 stig fyrir Fjölni en hjá Haukum var Kevin Smith lang atkvæðamestur með 12 stig.
4. leikhluti var æsispennandi en um miðbik leikhlutans náði Fjölnir að skilja sig aðeins frá Haukum og innbyrða sigur. Í stöðunni 79-82 skoraði Fjölnir 7 stig í röð áður en Kevin Smith svaraði fyrir Hauka. Á lokamínútum leikhlutans voru Haukar inní leiknum og gátu minnkað muninn og jafnað en klaufaleg mistök hjálpuðu Fjölni að klára leikinn. Lokatölru 103-94.
Í leikhlutanum var Hjalti Vilhjálmsson með 9 stig fyrir Fjölni og hjá Haukum skoraði Kevin Smith 9 stig.
{mosimage}
Fjölnir spilaði vel á endasprettinum og voru mun sprækari en Haukarnir. Árni Ragnarsson átti góðan leik fyrir þá og er gleðilegt að sjá að þessi efnilegi strákur sé farinn að spila á ný. Hann skoraði 22 stig, gaf 7 stoðsendingar og varði 3 skot. Kareem Johnson nýji bandaríski leikmaður Fjölnis var sprækur en þar er mjög sterkur leikmaður á ferð. Hann skoraði 22 stig og tók 11 fráköst ásamt því að verja 3 skot. Níels Dungal skoraði 20 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
{mosimage}
Hjá Haukum átti Kevin Smith stórleik en hann skoraði 38 stig og tók 19 fráköst. Hann fékk pláss til að athafna sig og Fjölnisliðið átti í miklum erfiðleikum með hann. Sævar Haraldsson átti ágætan leik og var hann nálægt tvöfaldri þrennu með 14 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Ásamt þessu var hann með 5 stolna bolta. Roni Leimu var með 18 stig og Kristinn Jónasson 16 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar.
Fjölnir virðist vera að rétta úr kútnum eftir magurt undirbúningstímabil. Haukarnir eru hinsvegar í miklum vandræðum en þeir hafa nú tapað 5 leikjum í röð.
Tölfræði leiksins
Texti: [email protected]
Myndir: Þórdís Björk
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}