Körfuboltavertíðinni hérlendis er lokið eins og við þekkjum hana. Einhverjir féllu, aðrir komust upp, sumir urðu meistarar og þannig gengur þetta fyrir sig ár eftir ár.
Nú síðar á árinu verður Karfan.is átta ára gömul og í þessi tæpu átta ár skipta myndirnar frá íslenskum körfuknattleik orðið tugum þúsunda. Myndasöfnin frá nýlokinni leiktíð eru næstum því 300 talsins og hér í meðfylgjandi myndbandi að neðan eru svipmyndir frá vetrinum með stuttu innslagi frá Green Day. Við gerum þeirra orð að okkar um leið og við þökkum fyrir leiktíðina:
„For what it´s worth it was worth all the while“