18:30
{mosimage}
Úrslitin í norska boltanum réðust í gær þegar Tromsø Storm og Ulriken Eagles áttust við í oddaleik í Tromsø. Leikurinn var æsispennandi og eftir framlengingu hafði Ulriken sigur 79-82 fyrir framan 2000 áhorfendur og fóru því með titilinn með sér heim til Bergen.
Stigahæstur Ulrikenmanna var Audun Eskeland með 19 stig en fyrir heimamenn skoraði Taj Finger 33 stig.
Ulriken varð síðast meistari 2007 en þess má geta að fyrir nokkrum árum lék Óðinn Ásgeirsson Þórsari með liðinu.
Mynd: Yngve Olsen Sæbbe