Hörður Axel Vilhjálmsson gerði 11 stig fyrir Mitteldeutscher BC í þýsku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið landaði sínum fyrsta sigri í deildinni. Hörður var í byrjunarliðinu og gerði 11 stig á 34 mínútum.
Hörður var einnig með 6 stoðsendingar og 2 fráköst í leiknum. Stigahæstur í liði MBC var Christian Standhardinger með 23 stig. MBC er því komið á sigurbraut en liðið tapaði stórt í fyrsta leik gegn meisturum Bayern Munchen.