Búlgaría hafði betur gegn Úkraínu í dag í opnunarleik riðils Íslands í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í Tyrklandi, 68-68, en þar var það fyrrum leikmaður Vals Aleks Simeonov sem kom Búlgaríu í framlenginguna með glæsilegri körfu undir lok venjulegs leiktíma. Í henni reyndist Úkraínska liðið mun sterkara og unnu þeir að lokum með 9 stigum, 80-71.
Nú kl. 17:00 mætir Ísland svo heimamönnum í Tyrklandi í seinni leik dagsins í riðlinum.
Það er stutt á milli leikja í þessu móti, en á morgun mun Ísland svo etja kappi við Úkraínu og á þriðjudag mæta þeir Búlgaríu.