spot_img
HomeFréttirU18 stúlkna byrjar á sigri

U18 stúlkna byrjar á sigri

Íslenska U18 lið stúlkna hóf leik á Norðurlandamóti yngri landsliða fyrr í dag þegar liðið mætti Noregi. Frammistaða Íslands lyktaði nokkuð af því að þetta var fyrsti leikur liðsins í sumar en þrátt fyrir það vannst góður níu stiga sigur. 

Gangur leiksins:

Íslenska liðið var hænuskrefi framar í fyrri hálfleik en munurinn var ekki mikill. Tilfinningin var sú að Ísland væri sterkara liðið en klaufaleg mistök og slök skotnýting kom í veg fyrir að liðið næði nægilegri forystu. Staðan í hálfleik var 40-40. 

Jafnt var á nánast öllum tölum framan af seinni hálfleik. Það var ekki fyrr en íslenska liðið náði upp góðum varnarleik á kafla í fjórða leikhluta að liðið bjó til auðveldar körfur og kom sér í sjö stiga forystu þegar fimm mínútur voru eftir. Þá forystu gaf liðið ekki af hendi og sigraði að lokum 59-68 sigur á norðmönnum.

Lykilleikmaður:

Ásta Júlía Grímsdóttir átti algjörlega frábæran dag. Hún endaði með 22 stig, 16 fráköst auk þess að hitta 57% úr skotum sínum. Ásta setti stór skot í lokin og steig upp fyrir sitt lið auk þess að vera greinilegur leiðtogi liðsins. Sigrún Ólafsdóttir var einnig öflug og endaði með 5 stig, 9 stoðsendingar og 6 stolna bolta. 

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Ólafur Þór)

Viðtöl eftir leik:

Fréttir
- Auglýsing -