spot_img
HomeFréttirU16 stúlkna slátraði U16 drengja í innanlandsvináttulandsleik 15-0

U16 stúlkna slátraði U16 drengja í innanlandsvináttulandsleik 15-0

Á næstsíðasta degi Norðurlandamótsins 2022 mættust yngri hópar landsliðshópsins á gerfigrasvellinum í Kisakallio og upp hófst mikil barátta í kolrangri íþrótt. Stúlknaliðið hóf leik af krafti og setti strax 7 mörk fram hjá Viktori markverði. Drengjaliðið átti ekki séns gegn gríðarsterku stúlknaliði sem lék sér að andstæðingunum og þrátt fyrir skítsæmilega varnartilburði drengjanna skilaði boltinn sér í netið 7 sinnum til viðbótar.

Lokamark leiksins skoraðist eftir gullfallegt liðsspil stúlknaliðsins, en Dzana Crnac fyrirliði spilaði boltanum upp völlinn eftir frábæra markvörslu frá Fjólu. Dzana kom boltanum á Önnu Margréti sem átti undurfallega fyrirgjöf á Önnu Maríu sem gekk snyrtilega frá boltanum fram hjá Viktori.

Þegar þjálfarar drengjaliðsins mættu á völlinn köstuðu þeir hvíta handklæðinu inn fyrir hönd sinna manna eftir að frétta af grúttapinu sem í stefndi. Leiknum lauk því 15-0 fyrir stúlknaliðinu.

Fréttir
- Auglýsing -