Hér að neðan fer bein textalýsing úr viðureign Íslands og Svíþjóðar á Norðurlandamótinu í Solna. Þetta er viðureign U16 ára karla þar sem Íslendingar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á mótinu en heimamenn í Svíþjóð hafa unnið tvo leiki og tapað einum.
– Viðtal við Kristinn Pálsson eftir sigurinn á Svíum:
– Hilmir Kristjánsson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag með 16 stig og 6 fráköst, Kristinn Pálsson bætti við 14 stigum, 7 fráköstum og 3 stoðsendingum og þá voru þeir Halldór Hermannsson og Kári Jónsson báðir með 11 stig og Kári auk þess með 9 fráköst og 5 stoðsendingar.
– 4. leikhluti
– LEIK LOKIÐ…Ísland hafði öruggan sigur á Svíum. Lokatölur 81-53!
– 79-51 og Adam aftur á ferðinni, nú með sóknarfrákast og skorar að því loknu. Adam að eiga ljómandi góðan lokasprett með íslenska liðinu.
– 75-51 Adam Ólafsson með góða hreyfingu á blokkinni og skorar tvö flott stig þegar tvær mínútur eru til leiksloka.
– 71-44 og fjórar mínútur til leiksloka.
– 69-40 Bergþór Ríkharðsson með þrist fyrir Ísland, svellkaldur inn af bekknum og sex mínútur um það bil til leiksloka. Ísland er hér að fara að landa sínum fjórða sigri í röð á Norðurlandamótinu. Það þýðir bara eitt, á morgun verður hreinn úrslitaleikur gegn Dönum og við minnum á að keppt er í riðlafyrirkomulagi og engir úrslitaleikir, það lið sem stendur best að vígi eftir riðlakeppnina verður Norðurlandameistari.
– 61-40 og 8mín eftir af fjórða…Svíarnir eru að herða róðurinn í fráköstunum og okkar menn að gerast sekir um að eltast við fráköstin áður en þeir stíga út, betra ef því er öfugt farið.
– Fjórði leikhluti er hafinn og það eru Íslendingar sem byrja með boltann.
(Adam Ólafsson)
– 3. leikhluti
– 59-36 Atli Sigurbjartsson var ekki lengi að stimpla sig inn en hér undir lok þriðja fékk hann sínar fyrstu mínútur í leiknum og með ferska fætur fyrstur fram skoraði hann af öryggi og Ísland fer því með 23 stiga forystu inn í fjórða og síðasta leikhluta.
– 53-36 Kristinn Pálsson með tvö víti fyrir Ísland en hann er búinn að vera góður í dag, kominn með 14 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar og spólar framhjá sænsku vörninni þegar hann lystir.
– 50-36 og Svíar aðeins búnir að gera átta stig gegn íslensku vörninni á tæpum átta mínútum í þriðja leikhluta. Flottur varnarleikurinn hjá okkar piltum.
– 46-36 og hér er verið að dæma aðra óíþróttamannslega villu á Svía fyrir að hanga í íslensku piltunum þegar þeir bruna af stað í hraðaupphlaup. Kristinn Pálsson setur bæði vítin af öryggi og kemur Íslandi í 48-36.
– 44-34 og þriðji leikhluti er hálfnaður, íslenska liðið er að pressa sem fyrr og falla niður í svæðisvörn og það gengur ágætlega.
– 44-32 og Svíar taka leikhlé eftir flottan íslenskan sprett, 7 mínútur eftir af þriðja leikhluta og Ísland með 11-4 byrjun á Svía.
– Þá er gaman að segja frá því að um leið og menn eru að öðlast reynslu á vellinum þá vantar ekki reynsluna í stúkuna, hér eru m.a. fyrrum landsliðsmennirnir Guðmundur Bragason og Hennin Henningsson, Friðrik Ragnarsson og Páll Kristinsson eru sömuleiðis mættir á svæðið.
– 40-32 og þristur sem lak niður hjá Kára Jónssyni og hann fagnaði vel enda aðeins 1 af 7 þristum sem vildu niður hjá stráksa í fyrri hálfleik.
– 33-30 Svíar gera fyrstu stigin í síðari hálfleik en Halldór Hermannsson var fljótur að svara 35-32.
– Það eru Svíar sem byrja með boltann en byrjunarliðið er mætt til leiks: Kári Jónsson, Kristinn Pálsson, Hilmir Kristjánsson, Sæþór Kristjánsson og Halldór Hermannsson.
– Þá er síðari hálfleikur að hefjast…
Skotnýting Íslands í hálfleik:
Tveggja 28,6% – þriggja 25% og víti 83,3%
(Kristinn Pálsson sækir að Svíum í 2. leikhluta)
– 2. leikhluti
– 33-28 og fyrri hálfleik er lokið. Svíar unnu leikhlutann 14-7 og okkar menn hittu illa en bitu aðeins frá sér undir lok fyrri hálfleiksins. Hilmir Kristjánsson er stigahæstur með 12 stig sem hann gerði öll í fyrsta leikhluta. Næstur honum er Kristinn Pálsson með 7 stig og 4 fráköst.
– 33-28 Kristinn Pálsson með stökkskot og hann kominn með 7 stig í leiknum. Íslenska liðið hefur til þessa verið í maður á mann vörn en eru nú komnir í svæðisvörn og með henni hafa þeir í tvígang í síðustu vörnum tekist að brenna upp skotklukku heimamanna.
– 31-26 og óíþróttamannsleg villa dæmd á Svía er þeir brutu á Kára Jónssyni í miðju hraðaupphlaupi.
– 28-25 og Svíar eru mun betri hér í öðrum leikhluta og eru 11-2 gegn Íslandi fyrstu 6 mínúturnar. Menn virðast ekki hafa alveg sömu trú á skotunum sínum og þeir gerðu í upphafi leiks.
– 28-23 og 5.28mín til hálfleiks og þjálfarar U16 ára liðs Íslands kalla þá á bekkinn í leikhlé. Nú fara Einar Árni og Finnur Freyr yfir málin með strákunum en sóknarleikurinn virðist hafa yfirgefið strákana hér í öðrum leikhluta.
– 26-21 og 7-0 byrjun hjá Svíum…íslensku skotin vilja ekki niður hér í upphafi annars leikhluta en Kristinn Pálsson kemur Íslandi í 28-21 með körfu í sænska teignum og þá voru liðnar fjórar mínútur af öðrum leikhluta.
– 26-19 og 5-0 byrjun Svía á öðrum leikhluta og okkar menn ekki enn búnir að skora þegar tvær og hálf mínúta er liðin.
– 26-17 Svíar opna með körfu og villu að auki.
– Annar leikhluti er hafinn…Ísland byrjar með Ragnar Ragnarsson, Breka Gylfason, Hilmi Kristjánsson, Kára Jónsson og Ragnar Friðriksson.
(Breki Gylfason með boltann fyrir Ísland í 1. leikhluta)
– 1. leikhluti
– 26-14 og fyrsta leikhluta er lokið. Hilmir Kristjánsson leiðir íslenska liðið með 12 stig og Sæþór átti einnig lipra spretti. Flott byrjun hjá okkar mönnum og vörnin þétt og óeigingirni í sóknarleiknum.
– 24-14 og Breki Gylfason nýkominn inná skorar af harðfylgi í teignum, Breki kom inn í íslenska liðið fyrir Sæþór sem hafði byrjað glimrandi vel fyrir íslenska liðið.
– 22-8 Hilmir Kristjánsson er að hitta vel hér í upphafi leiks og kominn með 10 stig. 2-3 í teignum og 2-2 í þriggja hjá Grindvíkingnum góða.
– 17-6 og Hilmir með annan þrist og nú yfir svæðisvörn Svía. 20-6 og Kristinn Pálsson mætir strax með annan þrist og 6-0 demba hjá okkar mönnum og 3.17mín eftir af fyrsta.
– Svíar koma út úr leikhléinu sínu með pressu og svæðisvörn.
– 14-6 Sæþór með aðra teigkörfu og Svíar taka leikhlé þegar 5.37mín eru eftir af fyrsta leikhluta.
– 12-6 og íslensku piltarnir eru léttleikandi, pressa á Svíana og búnir að þvinga heimamenn í fjóra tapaða bolta á jafn mörgum mínútum.
– 10-6 Hilmir Kristjánsson með góðan þrist og Ísland tekur ruðning í næstu vörn. 6.54mín eftir af fyrsta leikhluta.
– 7-4 Sæþór með góða körfu í teignum eftir stoðsendingu frá Kára Jónssyni, Sæþór fer vel af stað í dag en hann stal einmitt boltanum sem skapaði þessa sókn Íslands.
– 3-2 Kári Jónsson gerir fyrstu stig Íslands með þriggja stiga körfu og strax í næstu vörn er Sæþór Kristjánsson með glæsilega varið skot.
– Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn í Svíþjóð sem vinna uppkastið og gera fyrstu stig leiksins 0-2.
– Byrjunarlið Íslands: Kári Jónsson, Kristinn Pálsson, Hilmir Kristjánsson, Sæþór Kristjánsson og Halldór Hermannsson.
– Nú eru um 3 mínútur í leik…