spot_img
HomeFréttirU15 strákarnir í úrslit eftir sigur á Topsportschool VBL

U15 strákarnir í úrslit eftir sigur á Topsportschool VBL

Strákarnir i úrslit eftir dramatískan sigur 49-45 í gær á Topsportsschool VBL sem er belgískur íþrótta/körfubolta skóli. Munu svo mæta liði Berlín frá Þýskalandi í dag klukkan 15 að dönskum tima (13:00). 

 

Leikurinn gegn Belgunum mun seint fara í sögubækurnar fyrir áferðafallegan eða árangursríkan körfubolta þar sem bæði lið virtust ákaflega þreytt og lúin eftir 2 leiki á dag síðustu 2 daga. Strákarnir voru þó með yfirhöndina í fyrri hálfleik og héldu andstæðingunum í 6 stigum eftir fyrsta leikhluta. Skoruðu 13 stig sjálfir svo vörnin var i fyrirrúmi. Ísland náði mest 11 stiga forskoti í 2. leikhluta 23-12 og rúmar 4 mín til hálfleiks.

 

Belgarnir settu næstu 9 stig hálfleiksins og staðan 23-21 í hálfleik. Eins og tölurnar sýna var vörnin aðallinn og sóknin sat svolítið á hakanum. Mikil barátta var þó í leiknum og strákarnir að leggja allt i leikinn.

 

Sami barningur var í 3ja leikhluta. Ísland þó alltaf með forystu, 32-24 mest en hinir komu með gott áhlaup í lok hlutans. Staðan 34-31 og loka áhlaupið framundan. Belgarnir komust yfir 38-36 en Íslendingarnir svöruðu þá með 7-0 kafla og lögðu með því grunn að 45-40 kafla og sigrinum.

 

Síðasta mínútan var svo æsispennandi þar sem Belgar skoruðu 3ja stiga körfu 43-45 og missum við síðan boltann beint í hendur þeirra en stelum honum jafn harðan aftur. Mikil dramatík en loks var það svo Brynjar Atli sem skoraði mikilvæga körfu eftir fallegt backdoor cut og staðan þá 47-43. Belgar skora þá 45-47, þegar um 20 sekúndur eru eftir fáum við skot sem ekki fer niður og Belgar skjótast í sókn. Keyra inni í teig en skot þeirra geigar. Við náum frákastinu eftir mikla baráttu og höldum í sókn. Við fáum innkast þegar 11 sekúndur eru eftir undir körfu Belga. Sigvaldi fær nú boltann undir og leggur hann í og tryggir sigur 49-45 eftir æsilegar lokasekúndur.

 

Ekki fallegasti sigur mótsins en tökum hann fegins hendi. Því miður er engin tölfræði tekin á mótinu. En strákarnir stöðu sig allir vel þratt fyrir frekar dapran dag sóknarlega. Og verður spennandi að sjá hvernig þeir mæta til úrslitaleiks a morgun en Berlin eru með mjög líkamlega sterkt lið og stórt þannig að verkefnið er krefjandi. Stigaskorið var Arnór með. 15 stig, Sigvaldi 14, Brynjar Atli 8 stig , Hafsteinn og Hilmar P. 5 stig hvor og Daníel 2 stig.

 

Texti: Sævaldi Bjarnason

Fréttir
- Auglýsing -