spot_img
HomeFréttirU15 í Köben: strákarnir komnir í úrslit

U15 í Köben: strákarnir komnir í úrslit

U15 landslið karla er komið í úrslit á Kaupmannahafnarmótinu eftir frækinn sigur á Svíþjóð gulum 72-60. Ísland mun því mæta Svíþjóð bláum í úrslitaleiknum á morgun kl. 13:00 að staðartíma. 
 
Strákarnir áttu frábæra byrjun í fyrsta hluta og náðu strax 14-4 forystu en leiddur 26-11 í lok hans. Sterkur varnarleikur Svíanna minnkaði muninn niður í 26-20 en strákarnir okkar héldu haus og atlögu Svía aftur þar til flautan gall í hálfleik í stöðunni 36-29. 
 
Sigmar Bjarnason negldi niður þremur þristum í upphafi þriðja hluta en Svíar spiluðu einnig vel og staðan í lok þriðja var 54-45. 
 
Öflugur sprettur íslensku strákanna í upphafi þriðja jók muninn í 19 stig og allt útlit fyrir öruggan sigur. Svíar tóku þá að pressa stíft framarlega á vellinum en strákarni leystu hana vel og héldu nokkuð öruggri forystu allt til loka leiks.
 
Stigaskor Íslands: Sigmar Bjarnason 21, Hákon Hjálmarsson 21, Egill Októsson 7, Davíð Magnússon 7, Helgi Guðjónsson 7, Stefán Ljubicic 4, Nökkvi Nökkvason 3, Gabríel Möller 2, Þorgeir Þorsteinsson 0, Þorbjörn Arnmundsson 0, Birkir Björnsson 0, Guðjón Sigurðarson 0
 
 
Mynd:  KKÍ
Fréttir
- Auglýsing -