spot_img
HomeFréttirU 18: Sigur í fyrsta leik

U 18: Sigur í fyrsta leik

{mosimage}

U 18 ára lið Íslands var rétt í þessu að ljúka sínum fyrsta leik á Norðurlandamótinu og það gegn heimamönnum í Svíþjóð. Íslendingar höfðu betur í leiknum 84-86 þar sem Fjölnismaðurinn Hörður Vilhjálmsson fór á kostum með 35 stig og 8 fráköst.

Hjörtur Einarsson, Njarðvík, og Brynjar Björnsson, KR, gerðu báðir 14 stig í leiknum en Sigurður Þorsteinsson, Keflavík, gerði 10 stig og tók 8 fráköst.

Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun gegn Norðmönnum.

Hægt er að fylgjast með leikjum íslensku liðanna á:

 

http://smartstat.svenskidrott.se/netcasting/

Mynd: Kki.is – Hörður

 

Fréttir
- Auglýsing -