{mosimage}
Íslenska U 18 ára kvennaliðið hafði þriggja stiga sigur á Finnum í gær 79-76 á Evrópumótinu sem fram fer í Chieti á Ítalíu. Leikurinn var næst síðasti leikur Íslands í mótinu og mun U 18 ára liðið leika um 10. sæti gegn Írum í dag. Sigurinn var mikill karakterssigur því liðið vann upp 12 stiga forskot Finna í 3. leikhluta. Helena Sverrisdóttir var í broddi fylkingar hjá íslenska liðinu með 31 stig, 9 stoðsendingar og veiddi inn 14 villur.
Bryndís Guðmundsdóttir gerði eina mikilvægustu körfu leiksins í gær þegar hún setti niður þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 78-76 Íslandi í vil þegar 18 sekúndur voru eftir af leiknum. Margrét Kara Sturludóttir rak svo smiðshöggið á vítalínunni og íslenska liðið fagnaði vel sigrinum á Finnum.
Stig íslenska liðsins:
Helena Sverrisdóttir 31 stig
Bryndís Guðmundsdóttir 16 stig
María Ben Erlingsdóttir 13 stig
Margrét Kara Sturludóttir 9 stig
Sigrún Ámundadóttir 5 stig
Bára Bragadóttir 3 stig
Unnur Tara Jónsdóttir 2 stig
Lokaleikur íslenska liðsins er gegn Írum í dag þar sem liðin spila um 10. og 11. sætið í mótinu.
Byggt á frétt af www.kki.is