spot_img
HomeFréttirU 18: Helena stigahæst annað árið í röð

U 18: Helena stigahæst annað árið í röð

{mosimage}

(Helena í leik gegn KR á síðustu leiktíð) 

Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var stigahæsti leikmaðurinn á Evrópumóti U 18 ára í B-deild annað árið í röð. Þá var Helena einnig með flestar stoðsendingar á mótinu. Helena gerði 22 stig að meðaltali í leik, einu stigi meira en Giorgia Sottana sem leikur með Ítalíu. Ísland hafnaði í 11. sæti á mótinu.

Keflvíkingurinn Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir lék ekkert með í lokaleiknum gegn Írum sökum hnémeiðsla og var það skarð fyrir skildi. María Ben Erlingsdóttir var níundi stigahæsti leikmaðurinn á mótinu og Helena Sverrisdóttir gaf flestar stoðsendingar þó tölfræðiskráningu á Ítalíu og hjá Óskari Ófeigi Jónssyni bæri ekki saman. Óskar taldi 41 fleirri stoðsendingu á Helenu en þeir á Ítalíu gerðu og því ljóst að Helena hefur verið með mun fleiri stoðsendingar en raun ber vitni.

Mynd: Gunnar Freyr – [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -