{mosimage}
Stelpurnar í 18 ára landsliðinu byrjuðu milliriðilinn vel þegar þær unnu 17 stiga sigur, 96-79, á Englandi en sex lið eru í riðlinum og þau keppa um 9. til 14. sæti á Evrópumótinu í Chieti à Ítaliu. Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega og komst meðal annars í 29-7 og sigurinn var aldrei í hættu þótt að enska liðið hafði komið muninum niður í fjögur stig í þriðja leikhluta. María Ben Erlingsdóttir og Helena Sverrisdóttir voru atkvæðamestar, Maria Ben með 20 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar en Helena með 20 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar.
Stelpurnar settu á svið skotsýningu fyrstu sex minutur leiksins og komust í 29-7 en staðan eftir fyrsta leikhlutann var 34-21, Íslandi í vil. Enska liðið minnkaði muninn í sex stig, 39-33, um miðjan annan leikhluta en íslensku stelpurnar skoruðu sex síðustu stig hálfleiksins og leiddu, 45-33, í halfleik. England byrjaði seinni hálfleikinn af krafti, skoraði átta fyrstu stigin og komu muninum niður í fjögur stig, 45-41. Þá tók Unndór Sigurðsson þjálfari leikhlé og í framhaldinu tók íslenska liðið öll völd á nýjan leik. Ísland var 67-52 yfir fyrir lokaleikhlutann og vann á endanum með 17 stigum, 96-79.
Berglind Anna Magnúsdóttir skoraði síðustu stig leiksins um leið og leiktiminn rann út og þar með náðu allir tíu leikmenn Íslands að skora í leiknum. Hrönn Þorgrímsdóttir hafði skömmu áður sett niður þrist og um leið skorað sín fyrstu stig á mótinu. Íslenska liðið skoraði alls 12 3ja stiga körfur þar af 5 úr aðeins 6 skotum í fyrsta leikhluta.
Atkvæðamestar hjá íslenska liðinu gegn Englandi:
Helena Sverrisdóttir 20 stig (13 fráköst, 8 stoðsendingar)
Maria Ben Erlingsdóttir 20 stig (7 fráköst, 7 stoðsendingar)
Bryndís Guðmundsdóttir 17 stig (15 stig í seinni, 10 fráköst, 4 stoðsendingar)
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 12 stig (hitti ur 4 af 5 3ja stiga skotum, 5 fráköst, 6 stoðsendingar)
Margrét Kara Sturludóttir 11 stig (6 stolnir)
Bára Bragadóttir 7 stig
Sigrún Ámundadóttir 3 stig (3 stoðsendingar)
Hrönn Þorgrímsdóttir 3 stig
Unnur Tara Jónsdóttir 3 stig
Berglind Anna Magnúsdóttir 2 stig
Íslenska liðið mætir Portugal klukkan 15.15 í dag að íslenskum tima og hefur harma að þvi Portugal vann báða leik liðanna í evrópukeppni 18 ara liða í Bosníu í fyrra með samtals fjögurra stiga mun þar af þann seinni eftir tvíframlengdan leik er liðin spiluðu um sjöunda sætið.
Frétt af www.kki.is