spot_img
HomeFréttirU-16 stúlkna of hægar upp úr blokkunum í naumu tapi gegn Dönum

U-16 stúlkna of hægar upp úr blokkunum í naumu tapi gegn Dönum

Undir 16 ára lið stúlkna tapaði gegn Danmörku á Norðurlandamótinu í Kisakallio í sínum fjórða leik, lokatölur, 55-60. Liðið því búið að vinna 2 og tapa 2 leikjum en þær eiga leik gegn heimamönnum í lokaleik mótsins á morgun kl. 12:00.

Fyrir leik

Fyrir leikinn var íslenska liðið búið að vinna 2 leiki og tapa 1 líkt og það danska. Engir leikir í gær og liðið búið að hlaða batteríin fyrir komandi verkefni.

Í byrjunarliði Íslands í dag voru Ingibjörg, Rebekka, Kristín, Hulda og Adda.

Gangur leiks

Danska liðið byrjaði miklu betur, komust í stöðuna 0-7 en tók síðan furðulegt leikhlé eftir 6 mínútna leik. Ísland skoraði ekki sitt fyrsta stig fyrr en eftir 8 mínútur. Miðherji Dana eignaði sér teiginn og spilaði afbragðs vörn. Fyrsti leikhluti endaði með 7 stiga forskoti Dana og staðan eftir fyrsta fjórðung 5-15. Annar leikhluti byrjaði miklu betur sóknarlega og Ísland komst á bragðið en þær náðu þó ekki að hægja nægilega mikið á stigasöfnun Dana. Þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik leiddu Danir með 7 stiga mun, 28-35.

Atkvæðamest hjá íslenska liðinu í fyrri hálfleik var Rebekka með 11 stig, 7 fráköst og 2 stoðsendingar.

Í seinni hálfleik náði Ísland aðeins að bæta varnarleik sinn en sóknarleikurinn fór þá niður á við og áfram var verið að stoppa þær í teignum. Íslenska liðið hélt ótrautt áfram en náði þó ekki að komast á nógu mikla ferð. Þriðji leikhluti endaði með 11 stiga forystu Dana, 42-53. Ísland mætti með nýja og betri orku í síðasta fjórðunginn, létu boltann flæða vel á milli sín og hreinsuðu til í varnarleik sínum. Þær komust á gott skrið og minnkuðu forskotið niður í 3 stig með 4 mínútur voru eftir af klukkunni. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi, íslenska liðið fékk fín tækifæri til þess að koma til baka en náði ekki að nýta sér það. lokatölur, 55-60.

Atkvæðamestar

Atkvæðamest í liði Íslands í dag var Rebekka Rut Steingrímsdóttir með 14 stig, 10 fráköst og 6 blokk. Henni næst var Hulda María Agnarsdóttir með 13 stig, 5 fráköst og 2 stolna bolta.

Hvað svo?

Íslenska liðið á leik á móti heimamönnum í Finnlandi á morgun kl. 12:00.

Tölfræði

Fréttir
- Auglýsing -