spot_img
HomeFréttirU-16 stúlkna með þróttmikinn sigur á Eistlandi í Kisakallio

U-16 stúlkna með þróttmikinn sigur á Eistlandi í Kisakallio

Undir 16 ára stúlknalið Íslands lagði Eistland í dag í þriðja leik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio, 92-80. Liðið hefur þá unnið tvo leiki og tapað einum, en næsti leikur liðsins er sunnudaginn 7. júlí á móti Danmörku.

Fyrir leik

Ísland vann sannfærandi sigur gegn Noregi í fyrsta leik mótsins en tapaði síðan naumlega með tveimur stigum gegn Svíþjóð í gær.

Í byrjunarliði Íslands í dag voru Rebekka Rut Steingrímsdóttir, Kristín Björk Guðjónsdóttir, Hulda María Agnarsdóttir, Þórey Tea Þorleifsdóttir og Sara Björk Logadóttir.

Gangur leiks

Eistland byrjaði betur, komst í auðveld stig og myndaði 8 stiga mun snemma leiks. Ísland svaraði vel og fór mikið á vítalínuna. Hulda hitti nokkra góða þrista og kom Íslandi í forystu, 21-17. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Ísland með 4 stigum, 26-22 en Hulda var þá stigahæst og komin með 16 stig. Ísland mætti með miklu hærra orkustig í annan leikhluta heldur en Eistland og komust mest í 15 stiga forystu, 40-25. Ísland steig aldrei af inngjöfinni og 14 stiga munur þegar liðin gegnu til búningsherbergja, 52-38.

Stigahæst í fyrri hálfleiknum var Hulda María Agnarsdóttir með 25 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar. Henni næst var Kaja Björk Guðjónsdóttir með 6 stig, 1 frákast og 3 stoðsendingar.

Eistland mætti mun betur inn í seinni hálfleikinn og skoraði í hverri sókn á eftir annarri og var búið að minnka bilið niður í 4 stig með rúma mínútu eftir af fjórðungnum. Ísland náði að skora nokkrar körfur og munur liðanna fyrir fjórða leikhluta 7 stig, 74-67. Í fjórða náði Ísland að endurreisa forystu sína og þegar 5 mínútur voru eftir af klukkunni var munurinn orðin 13 stig, 85-72. Á loka mínútum leiksins var hart barist en þær íslensku slepptu aldrei tökunum og unnu að lokum 12 stiga sigur, 92-80.

Atkvæðamestar

Atkvæðamest í liði Íslands var Hulda María Agnarsdóttir með 31 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Henni næst var Rebekka Rut Steingrímsdóttir með 12 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar.

Hvað svo?

Á morgun er hvíldardagur hjá öllum liðum mótsins og næsti leikur hjá liðinu því ekki fyrr en sunnudaginn 7. júlí kl. 14:00.

Tölfræði

Fréttir
- Auglýsing -