U16 stúlknalandslið Íslands tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum B-deildar Evrópumótsins í Svartfjallalandi í dag með öruggum sigri á Dönum, lokastaðan 89-47.
Jóhanna Ágústsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 13 stig.
Ísland mætir Þjóðverjum í 8-liða úrslitum mótsins, en Þjóðverjar unnu D-riðil mótsins á meðan Ísland lenti í öðru sæti C-riðils. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn kemur, 17. ágúst.