spot_img
HomeFréttirU-16 drengja lutu í lægra haldi gegn hávöxnum Eistum

U-16 drengja lutu í lægra haldi gegn hávöxnum Eistum

Undir 16 ára drengjalið Íslands tapaði gegn Eistlandi á Norðurlandamótinu í Kisakallio, 74-81. Íslenska liðið er því búið að vinna einn og tapa tveimur leikjum á mótinu, en á morgun er hvíldardagur svo næsti leikur er ekki fyrr en sunnudaginn 7. júlí kl. 11:00

Fyrir leik

Íslenska liðið tapaði gegn Noregi í fyrsta leik mótsins en vann gegn sterku liði Svíþjóðar í gær.

Í byrjunarliði Íslands í dag voru Marinó Oddgeirsson, Leó Steinsen, Jakob Leifsson, Róbert Óskarsson og Sturla Böðvarsson.

Gangur leiks

Leikurinn var jafn til að byrja með og bæði lið með gott flæði, Ísland skaut mikið af vítum en miðherjarnir hjá Eistum voru öflugur og skoruði mikið í teignum ásamt því að hirða mörg sóknarfráköst. Staðan í lok fyrsta fjórðungs var 13-20 Eistlandi í vil. Ísland spilaði annan leikhluta af mikilli áræðni, minnkaði forskot Eista hratt og eftir 4 mínútna leik var munurinn aðeins 2 stig, 23-25. Ísland átti fullt í fangi með stóru menn Eista og unnu þeir frákastabardagann sannfærandi. Þegar liðin gengu til búningsklefa voru Eistar með 3 stiga forystu og staðan, 31-34

Atkvæðamestur í fyrri hálfleik hjá íslenska liðinu var Jakob Leifsson með 9 stig, 5 fráköst og 3 stolna bolta. Honum næstur var Sturla Böðvarsson með 6 stig og 1 frákast.

Seinni hálfleikur byrjaði jafn en síðan komst Eistland á skrið og kom sér upp 11 stiga forystu þegar þrjár mínútur voru eftir af fjórðungnum. Ísland náði ekki nógu vel að stoppa hávaxna Eista frá því að hrifsa til sín sóknarfráköst og skora í teignum, þriðji leikhluti endar með 10 stiga forystu Eista, 46-56. Í fjórða leikhluta lét Ísland rigna af þriggja stiga línunni en náðu ekki alveg að loka bilinu. Leikurinn endaði með 7 stiga sigri Eistlands, 74-81.

Atkvæðamestir

Atkvæðamestur íslenska liðsins var Patrik Birmingham með 20 stig, 3 fráköst og 1 stoðsendingu. Næstur á eftir honum var Jakob Leifsson með 16 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar.

Hvað svo?

Á morgun er hvíldardagur hjá öllum liðum mótsins og næsti leikur hjá liðinu því ekki fyrr en sunnudaginn 7. júlí kl. 11:00 gegn Danmörku.

Tölfræði

Fréttir
- Auglýsing -