spot_img
HomeFréttirTyson-Thomas áfram í Njarðvíkinni

Tyson-Thomas áfram í Njarðvíkinni

 

 

 

Njarðvíkurstúlkur sem koma til með að spila í Dominosdeildinni nk. vetur hafa tryggt sér áfram starfskrafta Carmen Tyson-Thomas fyrir komandi leiktíð. Tyson-Thomas kom til liðsins á miðju síðasta tímabils og var að meðaltali með sannkallaðar tröllatölur í 36 stigum á leik og 17 fráköstum í 9 leikjum. Árinu áður hafði Carmen spilað með liði Keflavíkur í Dominosdeildinni og var að skora þar um 26 stig á leik og taka 12 fráköst.  Carmen er duglegur leikmaður sem fer gríðarlega langt á krafti sínum og ætti að nýtast Njarðvíkurliðinu vel líkt og hún gerði á síðasta tímabili. 

 

Róbert Guðnason varaformaður kkd. UMFN sagði við tilefnið að það væri gleðiefni að semja við Carmen þar sem hún hafi staðið sig frábærlega jafnt innan sem utan vallar og verið góð fyrirmynd. Því hafði aldrei verið spurning nema að semja við hana aftur ef tækifærið gæfist. 

Fréttir
- Auglýsing -